Aðstæður eru erfiðar í keppnishöllinni í Túnis þar sem Ísland mun leika til úrslita í kvöld á Heimsmeistaramóti U-19 ára í handknattleik karla. Andstæðingarnir verða Króatar sem þykja mjög sterkir að sögn Kristján Halldórssonar fararstjóra.
Hljóðið í Kristjáni var gott þegar mbl.is sló á þráðinn til hans rétt í þessu. Íslensku strákarnir voru nýbúnir að borða góðan mat og voru gera sig klára fyrir fund áður en farið yrði í keppnishöllina. Þar bíður þeirra 40 stiga hiti og mikill raki auk óárennilegra Króata.
Úrslitaleikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.
Íslenski hópurinn heldur heim á leið frá Túnis klukkan 4 í nótt að íslenskum tíma. Mun hópurinn fljúga til Frakklands og þaðan til Íslands og lenda í Keflavík um kl 16 á morgun.