Snorri Steinn til Rhein-Neckar Löwen

Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða …
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða nú samherjar hjá þýska stórliðinu Rhein Neckar Löwen. Brynjar Gauti

Hand­knatt­leiksmaður­inn Snorri Steinn Guðjóns­son hef­ur verið seld­ur frá danska liðinu GOG til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Þetta hef­ur frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins sam­kvæmt heim­ild­um. Fé­lög­in hafa náð sam­komu­lagi um kaup­verðið og mun Snorri skrifa und­ir samn­ing við þýska liðið síðar í dag.

Reiknað er með að Snorri Steinn verði í liði Rhein-Neckar Löwen sem mæt­ir TuS N-Lübbecke í fyrstu um­ferð þýsku 1. deild­ar­inn­ar á morg­un.

Snorri Steinn verður þar með þriðji ís­lenski hand­knatt­leiksmaður­inn í her­búðum Rhein-Neckar Löwen. Fyr­ir eru hjá fé­lag­inu Guðjón Val­ur Sig­urðsson og Ólaf­ur Stef­áns­son.

Leik­stjórn­andi Rhein-Neckar Löwen, Pól­verj­inn Grzeg­orz Tkaczyk, meidd­ist í illa í hné ný­verið og ljóst að hann verður ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í fe­brú­ar.  Þar af leiðandi var for­ráðamönn­um liðsins nauðugur sá kost­ur að leita eft­ir kaup­um á nýj­um leik­stjórn­anda í snatri. 

Samn­ing­ur Snorra Steins við  Rhein-Neckar Löwen nær aðeins til loka þeirra leiktíðar sem nú er að hefjast, þ.e. til loka maí á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert