Snorri Steinn til Rhein-Neckar Löwen

Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða …
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða nú samherjar hjá þýska stórliðinu Rhein Neckar Löwen. Brynjar Gauti

Handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið seldur frá danska liðinu GOG til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Þetta hefur fréttavefur Morgunblaðsins samkvæmt heimildum. Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverðið og mun Snorri skrifa undir samning við þýska liðið síðar í dag.

Reiknað er með að Snorri Steinn verði í liði Rhein-Neckar Löwen sem mætir TuS N-Lübbecke í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar á morgun.

Snorri Steinn verður þar með þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum Rhein-Neckar Löwen. Fyrir eru hjá félaginu Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson.

Leikstjórnandi Rhein-Neckar Löwen, Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk, meiddist í illa í hné nýverið og ljóst að hann verður ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.  Þar af leiðandi var forráðamönnum liðsins nauðugur sá kostur að leita eftir kaupum á nýjum leikstjórnanda í snatri. 

Samningur Snorra Steins við  Rhein-Neckar Löwen nær aðeins til loka þeirra leiktíðar sem nú er að hefjast, þ.e. til loka maí á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert