Jafnt í íslenskum fyrirliðaslag

Þórir Ólafsson er fyrirliði og lykilmaður hjá N-Lübbecke.
Þórir Ólafsson er fyrirliði og lykilmaður hjá N-Lübbecke. mbl.is/Golli

Gummersbach og N-Lübbecke gerðu jafntefli, 32:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Bæði lið eru með íslenska fyrirliða sem voru drjúgir með sínum liðum.

Þórir Ólafsson fyrirliði N-Lübbecke skoraði 5 mörk í leiknum og Heiðmar Felixson gerði 2 mörk fyrir nýliðana.

Róbert Gunnarsson fyrirliði Gummersbach skoraði 3 mörk í leiknum og tryggði sínu liði jafntefli en hann gerði þrjú af síðustu fjórum mörkum liðsins sem var þremur mörkum undir þegar skammt var etir.

Rúnar Kárason var sterkur með Füsche Berlín, liði Dag Sigurðssonar, sem tapaði naumlega í Flensburg, 27:24. Rúnar skoraði 6 mörk fyrir Füsche en Alexander Petersson náði ekki að skora fyrir Flensburg.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo sem vann Düsseldorf, 26:21. Logi Geirsson er ekki byrjaður að spila með Lemgo eftir langvarandi meiðsli. Sturla Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Düsseldorf.

Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir Burgdorf sem tapaði, 26:28, fyrir Grosswallstadt. Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir Grosswallstadt og Einar Hólmgeirsson er meiddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert