Fram spilar leikina ytra

Magnús Stefánsson skorar fyrir Fram gegn Aalsmeer frá Hollandi í …
Magnús Stefánsson skorar fyrir Fram gegn Aalsmeer frá Hollandi í 1. umferðinni. mbl.is/Ómar

Fram mun leika báða leiki sína við Tatran Presov frá Slóvakíu í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla ytra. Fyrri viðureign liðanna átti að fara fram á heimavelli Fram en til þess að draga úr kostnaði við þátttöku í Evrópukeppninni hefur verið ákveðið að hafa þennan hátt á.

„Með þessu móti verður tap okkar af þátttökunni í þessari umferð 650 þúsund í stað 2,5 milljóna,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram. „Þetta er einfaldlega sá veruleiki sem við búum við um þessar mundir. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Viggó.

Leikir Fram og Tatran Presov fara fram helgina 16. og 17. október. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert