Fram setur stefnuna á meistaratitilinn

Stella Sigurðardóttir er hér að skora fyrir Fram gegn Gróttu …
Stella Sigurðardóttir er hér að skora fyrir Fram gegn Gróttu á síðustu leiktíð. mbl.is/Ómar Óskarsson

,,Ég er með lið sem á að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn,“ segir Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik. Þetta er þriðja árið sem Einar stýrir Fram-liðinu og undir hans stjórn hafnaði það í öðru sæti á Íslandsmótinu í vor eftir að leikið til úrslita við Stjörnuna. Morgunblaðið heldur áfram að kynna liðin í N1-deildinni í handbolta í dag

„Undirbúningurinn fyrir komandi keppnistímabil hefur gengið mjög vel,“ segir Einar. „Við byrjuðum eftir verslunarmannhelgina af krafti og höfum verið að síðan. Til að byrja með var aðallega um styrkjandi æfingar að ræða en síðan kom boltinn meira inn í æfingarnar og æfingaleikir nú síðustu vikur.

Þetta hefur verið hefðbundinn tröppugangur,“ segir Einar en lið hans hefur tekið nokkrum breytingum frá síðustu leiktíð. Sex leikmenn róið á önnur mið en fimm bæst í hópinn, þar af tveir markverðir.

Breyttur leikur með nýjum leikmönnum

„Við höfum verið að breyta aðeins áherslum í leik liðsins. Það hefur verið góð stígandi í liðinu,“ segir Einar. Fram varð í öðru sæti á sterku móti á Akureyri fyrir skömmu og náði síðan að vinna Opna Reykjavíkurmótinu sem lauk á síðasta sunnudag. „Mér finnst liðið vera á mjög góðri leið um þessa mundir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka