Selfyssingar undir stjórn Sebastian Alexanderssonar burstuðu Fjölnismenn, 32:14, á útvelli í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Selfyssinga miklir en staðan í hálfleik var, 11:5.
Bjarni Ingimarsson var markahæstur í liðið Fjölnis með 4 mörk og næstur kom Jón Brynjar Björnsson með 3. Hjá Selfyssingum var Ragnar Jóhannsson atkvæðamestur með 9 mörk og Atli Kristinsson skoraði 8.