Leikur Fram og Stjörnunnar í N1 deild kvenna í handknttleik hófst í Framheimilinu í Safamýri klukkan 14:00. Stjarnan sigraði 26:21 eftir kaflaskiptan síðari hálfleik en Garðbæingar voru yfir í hálfleik 12:8. Stjarnan sigraði tvöfalt á síðustu leiktíð og Fram hefur verið í 2. sæti á Íslandsmótinu síðustu tvö árin. Stjarnan tapaði fyrir Val í fyrstu umferð en Fram vann fyrir norðan. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Markverðir liðanna voru í aðahlutverkum en Florentina Sanciu varði 31 skot og Íris Björk Símonardóttir varði 21 fyrir Fram.
Markahæstar:
Fram: Karen Knútsdóttir 6/1, Martha Sördal 4
Stjarnan: Alina Tamasan 8/3, Aðalheiður Hreinsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4.
LEIK LOKIÐ 21:26 Stjarnan landaði sigrinum af öryggi á lokamínútunum.
19:24 Meistararnir eru að landa sigri. Fimm marka forskot og 4 mínútur eftir af leiknum. Alina er komin með 8 mörk fyrir Stjörnuna en Karen Knútsdóttir 6 fyrir Fram.
18:20 Framkonum hefur tekist að halda spennu í leiknum og hafa nú skorað þrjú mörk í röð þegar sjö mínútur eru eftir. Ásta Birna Gunnarsdóttir hefur komið fersk inn af varamannabekknum í síðari hálfleik og er komin með tvö mörk á skömmum tíma.
15:19 Rúmlega 46 mínútur liðnar af leiknum. Miklar sveiflur í síðari hálfleik en eftir að Fram skoraði þrjú mörk í röð þá svaraði Stjarnan með þremur mörkum í röð. Alina dregur þar vagninn í sókninni.
14:15 Fram hefur skorað þrjú mörk í röð og skyndilega er komin hörkuspenna í leikinn og áhorfendur eru byrjaðir að taka við sér.
11:14 Tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik og Stjarnan er skrefinu á undan enn sem komið er. Leikmenn Fram hafa þó fengið fjöldan allan af tækifærum en Florentina hefur séð við þeim í flest skiptin og hefur varið 21 skot.
Fyrri hálfleikur:
10:13 Eftir 5 mínútna leik í síðari hálfleik er Stjarnan með þriggja marka forskot. Á þessum 5 mínútum hefur Florentina varið 6 skot í marki Stjörnunnar!
8:12 Íslandsmeistarar Stjörnunnar ganga til búningsherbergja í leikhléi með ágætt forskot 8:12. Sóknarleikur liðsins var stirður til þess að byrja með en ágætur varnarleikur skilaði þeim nokkrum einföldum hraðaupphlaupsmörkum. Skytturnar ungu Stella Sigurðardóttir hjá Fram og Þorgerður Anna Atladóttir Stjörnunni hafa lítið látið fara fyrir sér og eru einungis með sitt hvort markið. Þær munu væntanlega láta meira að sér kveða í síðari hálfleik.
6:9 Tuttugu mínútur liðnar af leiknum og Stjarnan heldur þriggja marka forskoti sínu en miðað við hraðann í leiknum þá gæti slíkt forskot verið fljótt að fara.
4:7 Stjörnukonur eru búnar að þétta hjá sér vörnina og hafa fengið nokkur hraðaupphlaup fyrir vikið. Þeim hefur tekist að slíta sig frá Framliðinu og eru með þriggja marka forskot.
3:3 Eftir tíu mínútna leik er staðan jöfn 3:3. Hafdís Hinriksdóttir sem er nýgengin til liðs við Fram er komin á blað og Alina er komin með tvö mörk hjá Stjörnunni. Leikurinn er hraður en því hafa líka fylgt mörg mistök hjá leikmönnum beggja liða.
2:2 Fram byrjar leikinn betur komst í 2:0 með mörkum frá Stellu Sigurðardóttur og Evu Harðardóttu en Alina Tamasan og Elísabet Gunnarsdóttir svöruðu fyrir Garðbæinga.