Íslandsmeistarar Stjörnunnar sóttu sigur í Safamýrina

Harpa Sif Eyjólfsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Fram …
Harpa Sif Eyjólfsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Fram í leik liðanna í Safamýri í fyrra. mbl.is/Ómar

Leik­ur Fram og Stjörn­unn­ar í N1 deild kvenna í hand­kntt­leik hófst í Fram­heim­il­inu í Safa­mýri klukk­an 14:00. Stjarn­an sigraði 26:21 eft­ir kafla­skipt­an síðari hálfleik en Garðbæ­ing­ar voru yfir í hálfleik 12:8. Stjarn­an sigraði tvö­falt á síðustu leiktíð og Fram hef­ur verið í 2. sæti á Íslands­mót­inu síðustu tvö árin. Stjarn­an tapaði fyr­ir Val í fyrstu um­ferð en Fram vann fyr­ir norðan. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Markverðir liðanna voru í aðahlut­verk­um en Flor­ent­ina Sanciu varði 31 skot og Íris Björk Sím­on­ar­dótt­ir varði 21 fyr­ir Fram.

Marka­hæst­ar:

Fram: Kar­en Knúts­dótt­ir 6/​1, Martha Sör­dal 4

Stjarn­an: Al­ina Tamas­an 8/​3, Aðal­heiður Hreins­dótt­ir 4, Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir 4.

LEIK LOKIÐ 21:26 Stjarn­an landaði sigr­in­um af ör­yggi á loka­mín­út­un­um. 

19:24 Meist­ar­arn­ir eru að landa sigri. Fimm marka for­skot og 4 mín­út­ur eft­ir af leikn­um.  Al­ina er kom­in með 8 mörk fyr­ir Stjörn­una en Kar­en Knúts­dótt­ir 6 fyr­ir Fram.

18:20 Fram­kon­um hef­ur tek­ist að halda spennu í leikn­um og hafa nú skorað þrjú mörk í röð þegar sjö mín­út­ur eru eft­ir. Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir hef­ur komið fersk inn af vara­manna­bekkn­um í síðari hálfleik og er kom­in með tvö mörk á skömm­um tíma.

15:19 Rúm­lega 46 mín­út­ur liðnar af leikn­um. Mikl­ar sveifl­ur í síðari hálfleik en eft­ir að Fram skoraði þrjú mörk í röð þá svaraði Stjarn­an með þrem­ur mörk­um í röð. Al­ina dreg­ur þar vagn­inn í sókn­inni.

14:15 Fram hef­ur skorað þrjú mörk í röð og skyndi­lega er kom­in hörku­spenna í leik­inn og áhorf­end­ur eru byrjaðir að taka við sér.

11:14  Tíu mín­út­ur liðnar af síðari hálfleik og Stjarn­an er skref­inu á und­an enn sem komið er. Leik­menn Fram hafa þó fengið fjöld­an all­an af tæki­fær­um en Flor­ent­ina hef­ur séð við þeim í flest skipt­in og hef­ur varið 21 skot.

Fyrri hálfleik­ur:

10:13 Eft­ir 5 mín­útna leik í síðari hálfleik er Stjarn­an með þriggja marka for­skot. Á þess­um 5 mín­út­um hef­ur Flor­ent­ina varið 6 skot í marki Stjörn­unn­ar!

8:12 Íslands­meist­ar­ar Stjörn­unn­ar ganga til bún­ings­her­bergja í leik­hléi með ágætt for­skot 8:12. Sókn­ar­leik­ur liðsins var stirður til þess að byrja með en ágæt­ur varn­ar­leik­ur skilaði þeim nokkr­um ein­föld­um hraðaupp­hlaups­mörk­um. Skytt­urn­ar ungu Stella Sig­urðardótt­ir hjá Fram og Þor­gerður Anna Atla­dótt­ir Stjörn­unni hafa lítið látið fara fyr­ir sér og eru ein­ung­is með sitt hvort markið. Þær munu vænt­an­lega láta meira að sér kveða í síðari hálfleik. 

6:9 Tutt­ugu mín­út­ur liðnar af leikn­um og Stjarn­an held­ur þriggja marka for­skoti sínu en miðað við hraðann í leikn­um þá gæti slíkt for­skot verið fljótt að fara. 

4:7 Stjörnu­kon­ur eru bún­ar að þétta hjá sér vörn­ina og hafa fengið nokk­ur hraðaupp­hlaup fyr­ir vikið. Þeim hef­ur tek­ist að slíta sig frá Framliðinu og eru með þriggja marka for­skot.

3:3 Eft­ir tíu mín­útna leik er staðan jöfn 3:3. Haf­dís Hinriks­dótt­ir sem er ný­geng­in til liðs við Fram er kom­in á blað og Al­ina er kom­in með tvö mörk hjá Stjörn­unni. Leik­ur­inn er hraður en því hafa líka fylgt mörg mis­tök hjá leik­mönn­um beggja liða.

2:2 Fram byrj­ar leik­inn bet­ur komst í 2:0 með mörk­um frá Stellu Sig­urðardótt­ur og Evu Harðardóttu en Al­ina Tamas­an og Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir svöruðu fyr­ir Garðbæ­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert