Ólafur gefur kost á sér á ný

Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Brynjar Gauti

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari A landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp sem kemur til æfinga mánudaginn 26. október en landsliðið verður í æfingabúðum hér á landi fram til mánaðarmóta. Ellefu  leikmenn sem eru í hópnum að þessu sinni voru í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra. Ólafur Stefánsson kemur aftur í liðið eftir fjarveru. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Logi Geirsson og Sigfús Sigurðsson eru meiddir.

Fimmtudaginn 29.október leikur svo landsliðið pressuleik gegn Úrvalsliði íþróttafréttamanna en leikurinn mun fara fram í Laugardalshöll kl.19.30.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markmenn:
Björgvin Páll Gústafsson, Kadetten Handball
Hreiðar Guðmundsson, TV Emsdetten
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, SG Flensburg-Handewitt
Arnór Atlason, FCK
Aron Pálmarsson, Kiel
Bjarni Fritzson, FH
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Heiðmar Felixson, TuS N-Lubbecke
Ingimundur Ingimundarson,  GWD Minden
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, VFL Gummersbach
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson, Rhein-Neckar Löwen
Sturla Ásgeirsson, HSG Düsseldorf
Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, TBV Lemgo
Þórir Ólafsson, TuS N-Lubbecke


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert