Wilbek vill að Prokop verði útilokaður

Ulrik Wilbek landsliðþjálfari Dana.
Ulrik Wilbek landsliðþjálfari Dana. Reuters

Ulrik Wilbek þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik vonar að Austurríkismaðurinn Gunnar Prokop, þjálfari austurríska kvennaliðsins Hypo Niederösterreichs, verði útilokaður frá íþróttinni en eins og mbl.s greindi frá fyrr í dag og sýndi myndband af atvikinu þá hljóp Prokop inná völlinn og stöðvaði hraðaupphlaup franska liðsins Metz undir lok leiksins þegar það gat tryggt sér sigur.

Prokop fékk að líta rauða spjaldið en hann iðraðist einskyns og gekk brosandi út af vellinum en leikur Hypo Niederösterreichs og Metz var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og endaði 27:27

,,Ég hef aldrei séð annað eins. Hann sýndi ótrúlega óíþróttamannslega framkomu og ég vona að hann verði útilokaður frá íþróttinni. Hann á vonandi aldrei eftir að sitja á varamannabekknum oftar. Svo hló hann bara og hélt sig hafa gert gott fyrir lið sitt. Þvílík skömm,“ segir Wilbek.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert