Hættir eftir að hafa stöðvað hraðaupphlaup

Handbolti.
Handbolti. mbl.is

Gunnar Prokop, þjálfari austurríska kvennaliðsins Hypo Niederösterreichs, hefur sagt upp starfi sínu. Prokop fór algjörlega yfir strikið í síðustu viku þegar hann hljóp inn á leikvöllinn á síðustu sekúndum viðureignar Hypo og franska liðsins Metz í Meistaradeild Evrópu íhandknattleik kvenna  og stöðvaði hraðaupphlaup Metz sem gat tryggt sér sigur en leiknum lyktaði með jafntefli, 27:27.

Prokop tók atvikinu af léttúð til að byrja meðan virðist hafa séð að sér og lagði fram uppsagnarbréf sitt í gær. Brot Prokop verður tekið fyrir hjá aganefnd Handknattleikssambands Evrópu á næstunni.

Prokop er einn þekktasti handknattleiksþjálfari í Evrópu. Hann hefur lengi þjálfað lið  Hypo Niederösterreichs sem hefur verið eitt besta kvennalið álfunni um langt skeið. Þá var hann einnig landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Austurríkis um nokkurt skeið og hefur auk þess verið talinn geta ráðið því sem hann hefur viljað ráða í kringum kvennahandknattleik í heimalandi sínu.

Myndband að atvikinu þegar Prokop stöðvaði hraðaupphlaupið í fyrrgreindum leik má sjá hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert