Tap hjá Ágústi

Ágúst Jóhannsson, handknattleiksþjálfari.
Ágúst Jóhannsson, handknattleiksþjálfari. Sverrir Vilhelmsson

Levanger, liðið sem Ágúst Jóhannsson þjálfar, tapaði í gærkvöldi á heimavelli, 34:25, fyrir Storhamar í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Levanger er í 10. sæti deildarinnar af 12 liðum með fjögur stig að loknum sjö leikjum en Storhamar er í þriðja sæti.

Rakel Dögg Bragadóttir, sem gekk til liðs við Levanger á síðasta föstudag, er ekki enn orðin lögleg með liðinu. Vonast er til að hún verði gjaldgeng í næsta leik Levanger, gegn  Njård, eftir þrjár vikur. 

Nú verður gert hlé á keppni í norsku úrvalsdeildinni þar sem landsliðið er að búa sig undir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Kína í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert