Einar Örn hetja Hauka

Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson sækja að marki PLER.
Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson sækja að marki PLER. Kristinn Ingvarsson

Einar Örn Jónsson tryggði Haukum sigur, 22:21, gegn PLER KC í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum, en leiknum var að ljúka. Einar Örn skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok en hann jafnaði leikinn í gær, 26:26, þegar ein sekúnda var þá eftir af leiknum. Haukar eru þar með komnir í 16-liða úrslit keppninnar.

Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar. Birkir Ívar Guðmundsson varði skot frá leikmanni PLER þegar 35 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar hófu sókn og léku upp á opið færi. Það kom og Einar Örn skoraði örugglega framhjá frábærum markverði PLER, Teodor Paul, sem átti stórleik , sendi boltann rétt fyrir ofan höfuðið á markverðinum.

Haukar hefðu fallið úr leik ef Einar hefði ekki skorað og staðan orðið jöfn, 21:21, þar sem þetta var útileikur Hauka. Ungverjarnir hefði þá komist yfir á fleiri mörkum á útivelli, en heimaleikur Haukar var í gær. Hann endaði 26:26.

PLER KC - Haukar 21:22 (12:12)

Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:4, 10:6, 12:10, 12:12, 14:12, 14:14, 19:17, 20:20, 20:21, 22:21.

Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/3, Freyr Brynjarsson 4, Björgvin Hólmgeirsson 3, Elías Már Halldórsson , Guðmundur Árni Ólafsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Einar Örn Jónsson 1, Pétur Pálsson 1, Stefán Sigurmannsson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/2 (þaraf 3/1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.

Mörk PLER KC: Péter Lendvay 7, Mátyás Rév 5/2, GYörgy Bakos 4, Zsolt Balogh 4, András Kocsi 1.
Varin skot: Teodor Paul 19/1 (þaraf 7/1 til mótherja). András Novák 1.
Utan vallar: 10 mínútur, þaraf fékk Bálint Pordán rautt spjald við þriðju brottvísun á 43. mínútu.

Áhorfendur: 800 - 900.

55. Staðan jöfn, 20:20, og leikmenn PLER hafa boltann og skora úr sókn sinni, komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka tekur leikhlé, fjórar og hálf mínúta til leiksloka.

50. Gríðarleg barátta í leiknum en Haukar eru marki yfir en einum leikmanni færri í augnablikinu. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið vel síðustu mínútur, m.a. vítakast. Sem fyrr þá eiga leikmenn Hauka í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá Teodor Paul, marverður PLER, sem fer á kostum í markinu. Hann hefur varið 18 skot, mörg úr opnum færum. Ungverjar eru nú farnir að taka tvo leikmenn Hauka, Björgvin Hólmgeirsson og Sigurberg Sveinsson, úr umferð líkt og þeir gerðu undir lok fyrri hálfleiks.

40. Haukum gengur ill að brjóta á bak aftur sterka 6/0 vörn PLER-liðsins. Þá sjaldan það tekst þá vera Teodor Paul, markvörður, flest sem að marki hans berst. Staðan jöfn, 16:16, og útlit fyrir spennandi leik áfram.

Síðari hálfleikur hafinn, Freyr Brynjarsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks. Ungverjar hófu sókn en töpuðu boltanum svo Haukar hefja sókn. Að vísu er stutt hlé á leiknum meðan hugað er að meiddum Ungverja. Á meðan hljómar Lúdó og Stefán í hljóðkerfi Ásvalla og eykur sveitin sú enn á fjörið hér.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Leikmenn Hauka hafa farið illa að ráði sínu síðustu 10-12 mínútur. Sóknarleikur liðsins hefur verið í molum, mikið um slæmar sendingar og vanhugsuð markskot. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks hafa Ungverjarnir tekið tvo leikmenn Hauka, Björgvin Hólmgeirsson og Sigurberg Sveinsson úr umferð. Ekki bætti það úr skák.
Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest fyrir Hauka, fjögur mörk. Heimir Óli Heimisson og Elías Már Halldórsson hafa skorað tvö mörk hvor. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið sjö skot í marki Hauka, þar af eitt vítakasti.

Ef Haukar eiga ekki einhvera ása uppi í erminni fyrir síðari hálfleik er hætt við að illa fari.

20. Sóknarleikur Hauka hefur verið slakur síðustu mínútur og sóknir runnið út í sandinn hvað eftir annað fyrir hreinan klaufaskap. Þetta hafa Ungverjar fært sér í nyt og hafa nú minnkað forskotið niður í eitt mark, 10:9. Haukar taka nú leikhlé.

10. Haukar byrja leikinn mun betur en í gær, einkum er varnarleikur liðsins öflugri sem þegar hefur m.a. skilað sér í þremur hraðaupphlaupum. Staðan, 7:4, Haukum í vil og leikmenn PLER taka leikhlé.

Björgvin Hólmgeirsson skorar fyrsta mark leiksins úr fyrstu sókn Hauka eftir 1,50 mínútur.

Leikmenn hita nú upp af miklum krafti þegar stundarfjórðungur er þar til flautað verður til leiks. Áhorfendur tínast inn í húsið og útlit er fyrir að þeir verði fleiri en í gær. Þá voru um 600 áhorfendur.

Ein breyting er á leikmannahópi Hauka í dag frá viðureigninni í gær. Þórður Guðmundsson kemur inn í stað Tjörva Þorgeirssonar.

Dómarar leiksins í dag eru þeir sömu og í gær, Danirnir Claus Gramm Pedersen og Henrik Mortensen.

Ungverjarnir voru betri í fyrri leiknum í gær en tókst ekki að knýja fram sigur. Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin og voru þar Elías Már Halldórsson og Einar Örn Jónsson að verki.

Haukar verða að leika mun betri vörn í leiknum  en þeir gerðu í gær ef þeir ætla sér sigur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert