Vildum ekki mæta Haukum

Frá leik La Rioja og Rauðu stjörnunnar um síðustu helgi.
Frá leik La Rioja og Rauðu stjörnunnar um síðustu helgi. Fernando Díaz/La Rioja

„Við vildum ekki mæta Haukum vegna þess að það er langt ferðalag og við vitum lítið um liðið og leikmenn þess,“ sagði Jota González, þjálfari spænska handboltaliðsins La Rioja, eftir að ljóst var að það ætti Íslandsför fyrir höndum í EHF-bikarnum.

„Við gerum okkur hinsvegar grein fyrir því að við hefðum getað fengið sterkari andstæðinga í þessari umferð,“ sagði González við staðarblaðið Diario La Rioja.

La Rioja, eða Ciudad de Logrono eins og það heitir í raun, er yngsta handboltalið Spánar. Það var stofnað árið 2003 og var komið í efstu deild 2006. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið kemst í Evrópukeppni, og er jafnframt fyrsta íþróttalið La Rioja héraðs sem nær þeim áfanga.

Lykilmaður La Rioja er örvhenta skyttan Isaias Guardiola, sem hefur þegar samið við Ciudad Real og fer þangað eftir eitt eða tvö ár. Þá leikur fyrrum landsliðsmaður Rússa, hornamaðurinn Pavel Bashkin, með liðinu. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert