Grótta - Stjarnan, 25:24, leik lokið

Það er stemmning á heimaleikjum Gróttu á Seltjarnarnesi.
Það er stemmning á heimaleikjum Gróttu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Ómar

Grótta sigraði Stjörn­una, 25:24, í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik, N1-deild­inni, á Seltjarn­ar­nesi í kvöld. Nýliðarn­ir af Nes­inu unnu þar með sinn þriðja leik í deild­inni í vet­ur og skildu Garðbæ­inga eft­ir á botni deild­ar­inn­ar en þeir eru aðeins með 2 stig eft­ir 7 leiki.

Grótta var yfir í hálfleik, 12:9, og náði sjö marka for­skoti í seinni hálfleikn­um en litlu munaði að Stjörn­unni tæk­ist að jafna met­in und­ir lok­in.

Finn­ur Ingi Stef­áns­son skoraði 6 mörk fyr­ir Gróttu, Ant­on Rún­ars­son, Atli Rún­ar Steinþórs­son og Jón Karl Björns­son 5 mörk hver.

Þórólf­ur Niel­sen skoraði 8 mörk fyr­ir Stjörn­una, Kristján Svan Kristjáns­son og Eyþór Magnús­son 3 hvor.

Nán­ar verður fjallað um leik­inn í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í fyrra­málið. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og leik­ur­inn þróaðist svona:

60. Grótta sigr­ar naum­lega, 25:24, en Stjörn­unni tókst ekki að jafna á loka­sprett­in­um þrátt fyr­ir að hafa tví­veg­is minnkað mun­inn í eitt mark.

58. Grótta held­ur enn naumri for­ystu en staðan er 24:23 og tvær mín­út­ur til leiks­loka.

52. Grótta er enn yfir, 22:19, en Stjarn­an komst inní leik­inn með því að skora fjög­ur mörk í röð.

45. Grótta er yfir 21:15, en Stjörnu­menn eru alls ekki bún­ir að gef­ast upp. Finn­ur Ingi Stef­áns­son, Atli Rún­ar Steinþórs­son og Ant­on Rún­ars­son hafa gert 5 mörk hver fyr­ir Gróttu en Þórólf­ur Niel­sen 6 fyr­ir Stjörn­una. Roland Val­ur Era­dze markvörður sett­ist á bekk­inn snemma í seinni hálfleik en hann náði aðeins að verja 4 skot Gróttu­manna í fyrri hálfleik.

39. Grótta er að stinga Stjörnu­menn af og er kom­in í 18:11 eft­ir fína byrj­un á seinni hálfleikn­um. Pat­rek­ur Jó­hann­es­son þjálf­ari Stjörn­unn­ar  tek­ur nú leik­hlé til að reyna að snúa blaðinu við.

30. Flautað til hálfleiks og Grótta er með for­ystu, 12:9. Gróttu­menn hafa verið betri aðil­inn en ekki náð að hrista Stjörnu­menn al­veg af sér. Finn­ur Ingi Stef­áns­son og Arn­ar Freyr Theó­dórs­son hafa skoraði 3 mörk hvor fyr­ir Gróttu og Þórólf­ur Niel­sen 4 fyr­ir Stjörn­una.

26. Grótta er yfir, 10:7, eft­ir að hafa kom­ist fjór­um mörk­um yfir, 9:5.

21. Grótta hef­ur gert tvö síðustu mörk­in og er kom­in í 7:5. Finn­ur Ingi Stef­áns­son og Ant­on Rún­ars­son hafa gert 2 mörk hvor fyr­ir Gróttu en Þórólf­ur Niel­sen 2 fyr­ir Stjörn­una.

15. Grótta er yfir, 5:4, í leik sem ein­kenn­ist af betri varn­ar­leik en sókn­ar­leik, enn sem komið er.

6. Grótta er kom­in í 3:2 eft­ir að Stjörnu­menn skoruðu tvö fyrstu mörk­in í leikn­um.

Grótta er í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 4 stig en Stjarn­an er í 7. sæt­inu með 2 stig. Bæði lið leika sinn sjö­unda leik í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert