Sveinbjörn Pétursson markvörður HK fór á kostum í 26:19 sigri liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Hauka í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsti tapleikur Hauka á Íslandsmótinu en Haukar eru samt sem áður í efsta sæti.
Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.
60. mín: Leiknum er lokið með 26:19 sigri HK. Sveinbjörn Pétursson varði 24 skot í marki HK og þar af 2 vítaköst. Valdimar Fannar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og þar af 5 úr vítaköstum. Atli Ævar Ingólfsson skoraði 6 mörk fyrir HK. Markahæstu leikmenn Hauka skoruðu 3 mörk.
45. mín. 19:12 Valdimar Fannar Þórsson er markahæstur í liði HK með 6 mörk þar af 4 úr vítaköstum., Atli Ævar Ingólfsson hefur skorað 4 fyrir heimamenn. - Elías Már Halldórsson er markahæstur í liði Hauka með 3 mörk.
40. mín: Staðan er 17:9 fyrir HK.
31. mín: Síðari hálfleik var að hefjast og HK skoraði fyrsta markið. Staðan er 13:6 fyrir HK gegn Haukum.
30. mín: HK er með 6 marka forskot að loknum fyrri hálfleik en staðan er 12:6. Sveinbjörn Pétursson markvörður HK varði vel í fyrri hálfleik eða 11 skot og þar af 1 vítakast. Atli Ævar Ingólfsson er markahæstur í liði heimamanna með 3 mörk. Elías Már Halldórsson er markahæstur í liði Íslandsmeistaraliðs Hauka með 2 mörk.
25. mín: HK er með yfirhöndina og náði mest fimm marka forskoti 8:3 en staðan 10:6.
10 mín: Liðin fara rólega af stað og varnarleikurinn er í aðalhlutverki. HK er 2:1 yfir.