Leikið í Strandgötu á nýjan leik

Framarar fögnuðu sigri í deildabikar karla í handknattleik á síðustu …
Framarar fögnuðu sigri í deildabikar karla í handknattleik á síðustu leiktíð. Ómar Óskarsson

Leikið verður í deildabikarkeppni HSÍ í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en ekki hefur verið leikið í þessu íþróttahúsi í móti á vegum HSÍ frá vorinu 2000 þegar Haukar fluttu heimaleiki sína þaðan og út á Ásvelli. Undanfarin ár hefur keppnin farið fram í Laugardalshöll en ákveðið var að róa á önnur mið að þessu sinni og leika í minni sal.

Deildabikarkeppnin, sem nefnd er Flugfélags Íslands bikarinn þetta árið, fer fram 27. og 28. desember. Fjögur efstu lið í úrvalsdeild karla og kvenna taka að vanda þátt. 

Leikjadagskrá 27. desember, leikir kvenna:
Valur - Haukar klukkan 12.
Stjarnan - Fram klukkan 18

Leikir karla, sama dag:
Haukar - Valur  klukkan 14
FH - Akureyri klukkan 16

Daginn eftir, 28. desember verður leikið til úrslita. Flautað verður til úrslitaleiks karla klukkan 18 en í kvennaleiknum klukkan 20.

Miðaverð er 1.000 kr fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.

Allir leikir mótsins verða sýndir beint á www.sporttv.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert