„Ég hef lengi látið mig dreyma um að leika í sama liði og Snorri Steinn Guðjónsson. Ég hitti fyrir þrjá frábæra íslenska leikmenn sem ég þekki vel og þetta er eitt skref upp á við á ferlinum,“ sagði handknattleiksmaðurinn Róbert Gunnarsson seint í gærkvöld en hann skrifaði undir samning til tveggja ára í gær við Rhein-Neckar Löwen.
Róbert, sem er 29 ára gamall, hefur leikið í fimm ár með Gummersbach en hann var samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð. Róbert mun klára tímabilið með Gummersbach en hann segir að hlutirnir hafi gerst hratt á síðustu dögum. Þrír íslenskir landsliðsmenn leika með Löwen, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson.
Nánar er rætt við Róbert í Morgunblaðinu í dag.