Fram deildabikarmeistari í kvennaflokki

Stella Sigurðardóttir stórskytta Fram í leiknum gegn Haukum í kvöld.
Stella Sigurðardóttir stórskytta Fram í leiknum gegn Haukum í kvöld. mbl.is/Ómar

Haukar og Fram áttust við í úrslitum deildabikarkeppni HSÍ í kvennaflokki. Fram landaði þar sigri, 27:25, en Haukar náðu að minnka forskot Fram á lokakafla leiksins. Fram var með 6 marka forskot þegar 15 mínútur voru eftir. Stella Sigurðardóttir skoraði 11 mörk fyrir Fram. Ramune Pekarskyte skoraði 11 mörk fyrir Hauka. Fylgst var  með gangi mála í textalýsingu á mbl.is. 

60. mín: Leiknum er lokið með tveggja marka sigri Fram, 27:25

45. mín: Fram er með öruggt forskot, 22:14.

30. mín: Staðan er 14:8 fyrir Fram. Ramune Pekarskyte er markahæst í liði Hauka með 6 mörk. Stella Sigurðardóttir er markahæst í liði Fram með 6 mörk þar af 4 úr vítum. Bryndís Jónsdóttir markvörður Hauka varði 17 skot í fyrri hálfleik. 

15. mín: Staðan er 6:4 fyrir Fram. Fyrstu 8 sóknir Fram fóru forgörðum í leiknum. Bryndís Jónsdóttir markvörður Hauka hefur varið 11 skot fram til þessa.

5.mín: Staðan er 4:3 fyrir Hauka. Ramune Pekarskyte hefur skorað öll fjögur mörk Hauka. 

Fram hafði betur gegn Stjörnunn í undanúrslitum í gær, 26:24. Valur lagði Hauka 31:26 en Haukum var dæmdur 10:0 sigur þar sem að einn leikmaður Vals var ólöglegur.

Úr undaúrslitaleik Fram og Stjörnunnar í gær. Marthe Sördal, Fram …
Úr undaúrslitaleik Fram og Stjörnunnar í gær. Marthe Sördal, Fram og Unnur Viðarsdóttir, Stjarnan. Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert