Alltaf erfitt að velja á milli leikmanna

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Morgunblaðið/ Brynjar Gauti

„Þetta voru heilmikil heilabrot. Ég var búinn að velta þessu fyrir mér í langan tíma og það er alltaf erfitt að velja á milli leikmanna. Það eru alltaf einhverjir sem eru fyrir utan hópinn sem gætu alveg eins verið í honum og þannig verður það alltaf,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gær skömmu eftir að hann hafði kunngert 17 manna landsliðshóp sem hann er búinn að velja fyrir EM. Guðmundur segir að nokkrir óvissuþættir séu til staðar.

„Þórir Ólafsson og Logi Geirsson eru kannski smá spurningamerki og það verður að koma í ljós hvernig þeim reiðir af. Þórir er búinn að hvíla undanfarnar vikur en er á réttri leið og það lítur vel út með hann. Hvað Loga varðar verður bara að koma í ljós þegar hann mætir til æfinga hver raunveruleg staðan á honum er,“ sagði Guðmundur en Þórir hefur átt við meiðsli að stríða í kálfa og Logi í öxl.

Nánar er rætt við Guðmund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert