Stuttur en snarpur undirbúningur

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Brynjar Gauti

„Það eiga all­ir að skila sér á æf­ingu á morg­un (í dag) og ég hlakka bara mikið til. Það hafa eng­in for­föll verið boðuð og það er ánægju­legt að Arn­ór Atla­son kem­ur með í fartesk­inu frá Dan­mörku bikar­meist­ara­titil. Hann stóð sig frá­bær­lega í úr­slita­leikn­um,“ sagði landsliðsþjálf­ar­inn Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son, við Morg­un­blaðið í gær en í dag hefst lokaund­ir­bún­ing­ur landsliðsins í hand­knatt­leik fyr­ir Evr­ópu­mótið í Aust­ur­ríki sem hefst 19. þessa mánaðar.

Guðmund­ur valdi fyr­ir ára­mót­in 17 manna landsliðshóp en sex­tán leik­menn verða svo vald­ir til að spila á EM þar sem Íslend­ing­ar eru í riðli með Serbum, gest­gjöf­un­um Aust­ur­rík­is­mönn­um og Evr­ópu­meist­ur­um Dana.

,,Þetta verður stutt­ur og snarp­ur und­ir­bún­ing­ur. Við fáum góða æf­inga­leik til að und­ir­búa okk­ur eins og leiki á móti Þjóðverj­um í Þýskalandi. Það eru eng­in al­var­leg meiðsli í hópn­um. Það eru menn eins og Þórir Ólafs­son og Logi Geirs­son sem eru að koma upp úr meiðslum og við verðum bara að sjá hver staðan er á þeim næstu dag­ana,“ sagði Guðmund­ur Þórður.

Landsliðið leik­ur fimm vináttu­leiki áður en flautað verður til leiks í Aust­ur­ríki. Liðið mæt­ir Þjóðverj­um í tveim­ur leikj­um í Nürn­berg um næstu helgi. Portú­gal­ar leika í Laug­ar­dals­höll þann 13. janú­ar og loka­leik­irn­ir fyr­ir EM verða gegn Spán­verj­um 16. janú­ar og gegn Frökk­um eða Arg­entínu­mönn­um þann 17. janú­ar. Sama dag held­ur svo liðið til Linz þar sem riðill Íslands verður spilaður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert