Staffan Olsson og Ola Lindgren, landsliðsþjálfarar Svía í handknattleik, tilkynntu í dag endanlegan 16 manna hóp sinn fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Austurríki hinn 19. janúar.
Sex leikmanna liðsins spila í Þýskalandi og fjórir á Spáni en aðeins tveir heima í Svíþjóð. Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Mattias Andersson, Grosswallstadt
Dan Beutler, Flensburg
Johan Sjöstrand, Flensburg
Hornamenn:
Jonas Källman, Ciudad Real
Fredrik Petersen, GOG Svendborg
Niclas Ekberg, Ystad
Jan Lennartsson, AaB
Línumenn:
Robert Arrhenius, Aragón
Mattias Gustafsson, AaB
Skyttur:
Kim Ekdahl Du Rietz, Lugi
Tobias Karlsson, Flensburg
Fredrik Larsson, Aragón
Kim Andersson, Kiel
Oscar Carlén, Flensburg
Miðjumenn:
Dalibor Doder, Ademar León
Lukas Karlsson, Kolding
Svíar eru í riðli með Þjóðverjum, Pólverjum og Slóvenum á EM.