Brand: Íslendingar voru klókari

Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja.
Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja. Reuters

Heiner Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, sagði eftir ósigurinn gegn Íslendingum í Nürnberg í gær, 28:32, að íslenska liðið hefði ekki verið betri aðilinn í leiknum, en Íslendingarnir hefðu verið klókari en mótherjar þeirra.

„Við gerðum of mörg mistök í leiknum. Íslendingarnir voru ekki betri í heildina en þeir voru klókara liðið á velllinum. Við köstuðum tækifærunum frá okkur í lokin með því að missa boltann hvað eftir annað. En við gerðum margt gott í leiknum sem ég er ánægður með, hinsvegar tókst okkur ekki að fylgja því eftir," sagði Brand við Handball-World.

Seinni leikur þjóðanna hefst klukkan 13.50 í Regensburg.

Mörk Íslands í leiknum í gær: Ólafur Stefánsson 10/6, Arnór Atlason 5, Snorri Steinn Guðjónsson 5/1, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Sturla Ásgeirsson 2, Alexander Petersson 2, Róbert Gunnarsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Vignir Svavarsson 1, Aron Pálmarsson 1.

Mörk Þýskalands: Kaufmann 6, Kraus 5/2, Müller 4, Späth 3, Flohr 2, Jansen 2/1, Strobel 1, Theuerkauf 1, Glandorf 1, Christophersen 1, Schröder 1, Haass 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert