Úrslitastund hjá Loga gegn Portúgal

Logi Geirsson á landsliðsæfingu í gær.
Logi Geirsson á landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir Portúgal í kvöld í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Leikurinn er sá eini sem íslenska liðið leikur hér á landi áður en Evrópumeistaramótið hefst í Austurríki í næstu viku. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur nokkra daga til þess að gera upp hug sinn áður en hann velur leikmannahópinn sem fer á EM.

Í gær tóku meiðsli sig upp hjá Þóri Ólafssyni og er ljóst að hornamaðurinn verður ekki með á EM. Logi Geirsson er einnig í kapphlaupi við tímann en hann fær tækifæri gegn Portúgal til þess að sýna sig og sanna. „Við látum reyna á það í leiknum við Portúgala hvort Logi Geirsson getur farið með okkur á EM eða ekki. Það er ekki hægt að bíða lengur eftir að fá svar við þeirri spurningu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert