Selfyssingar lögðu ÍBV að velli, 33:29, í slag Suðurlandsliðanna í 1. deild karla í handknattleik í kvöld, og eru komnir með þriggja stiga forystu í deildinni.
ÍBV var yfir í hálfleik, 16:15, en heimamenn á Selfossi voru sterkari í seinni hálfleiknum. Þeir hafa nú unnið átta af níu leikjum sínum og eru með 16 stig en Afturelding er með 13 stig og á leik til góða. ÍBV er í þriðja sæti með 12 stig eftir 10 leiki.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 10, Baldur Elíasson 5, Einar Héðinsson 5, Helgi Héðinsson 5, Atli Kristinsson 4, Hörður Bjarnason 2, Ívar Grétarsson 1, Árni Steinþórsson 1.
Mörk ÍBV: Óttar Steingrímsson 8, Grétar Eyþórsson 5, Vignir Stefánsson 5, Leifur Jóhannesson 4, Sigurður Bragason 3, Arnar Pétursson 3, Ingólfur Jóhannesson 1.