Frakkar sigruðu Króata 25:21 í úrslitaleik á EM í handknattleik í Vínarborg í dag. Frakkar eru því heims, ólympíu og evrópumeistarar í handknattleik karla. Það hefur engu karlaliði tekist áður en kvennalið Dana var handhafi alla titlana á tíunda áratug síðustu aldar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
60. mín: LEIK LOKIÐ. Frakkar fögnuðu sigri 25:21 og um leið því ótrúlega afreki að vera handhafar allra þriggja titlana. Frakkar héldu ágætri forystu á lokakafla leiksins og hleyptu Króötum ekki inn í leikinn á lokamínútunum.
50. mín: Staðan er 21:18 fyrir Frakka. Króatar náðu að minnka muninn í 19:18 eftir að Ivano Balic fór að láta meira að sér kveða en Frökkum hefur tekist að svara því.
40. mín: Staðan er 18:14 fyrir Frakka sem eru 20 mínútum frá því að bæta þriðja bikarnum í safnið. Frakkar skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 13:13 og 17:13. Heims- og ólympíumeistararnir virðast vera búnir að finna taktinn.
33. mín: Staðan er 14:13 fyrir Frakka. Leikurinn er enn algerlega í járnum í upphafi síðari hálfleiks. Karabatic var að koma Frökkum yfir en Króatar hafa haft frumkvæðið hingað til í leiknum.
20. mín. Staðan er 8:7 fyrir Króata. Leikurinn er í járnum og útlit fyrir æsispennandi úrslitaleik. Hér mætast tvö gríðarlega sterkt varnarlið og leikurinn ber það með sér enn sem komið er.