Frökkum tókst ætlunarverkið

Nikola Karabatic er af mörgum talinn besti leikmaður heims.
Nikola Karabatic er af mörgum talinn besti leikmaður heims. Reuters

Frakkar sigruðu Króata 25:21 í úrslitaleik á EM í handknattleik í Vínarborg í dag. Frakkar eru því heims, ólympíu og evrópumeistarar í handknattleik karla. Það hefur engu karlaliði tekist áður en kvennalið Dana var handhafi alla titlana á tíunda áratug síðustu aldar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

60. mín: LEIK LOKIÐ. Frakkar fögnuðu sigri 25:21 og um leið því ótrúlega afreki að vera handhafar allra þriggja titlana. Frakkar héldu ágætri forystu á lokakafla leiksins og hleyptu Króötum ekki inn í leikinn á lokamínútunum.

50. mín: Staðan er 21:18 fyrir Frakka. Króatar náðu að minnka muninn í 19:18 eftir að Ivano Balic fór að láta meira að sér kveða en Frökkum hefur tekist að svara því. 

40. mín: Staðan er 18:14 fyrir Frakka sem eru 20 mínútum frá því að bæta þriðja bikarnum í safnið. Frakkar skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 13:13 og 17:13. Heims- og ólympíumeistararnir virðast vera búnir að finna taktinn.

33. mín: Staðan er 14:13 fyrir Frakka. Leikurinn er enn algerlega í járnum í upphafi síðari hálfleiks. Karabatic var að koma Frökkum yfir en Króatar hafa haft frumkvæðið hingað til í leiknum. 

20. mín. Staðan er 8:7 fyrir Króata. Leikurinn er í járnum og útlit fyrir æsispennandi úrslitaleik. Hér mætast tvö gríðarlega sterkt varnarlið og leikurinn ber það með sér enn sem komið er.

Ivano Balic og Igor Vori eru lykilmenn hjá Króötum.
Ivano Balic og Igor Vori eru lykilmenn hjá Króötum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert