Ásgeir Örn til Faaborg Handbold

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur flutt sig um set á Fjóni …
Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur flutt sig um set á Fjóni og leikur með Faaborg HK fram á sumar. Kristinn Ingvarsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handknattleik og einn úr bronsverðlaunaliðinu á EM í Austurríki skrifaði í dag undir samning við danska liðið Faaborg HK sem leikur í næst efstu deild. Samningur Ásgeirs Arnar við Faaborg HK gildir úr yfirstandandi leiktíð en liðið er í hörkukeppni um að vinna sér sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. 

Ásgeir hefur síðasta hálft þriðja ár leikið með GOG Svendborg, sem er nágrannalið Faaborg HK á Fjóni. GOG varð gjaldþrota í lok síðasta mánaðar og þar með var Ásgeir Örn laus mála hjá félaginu. 

Ásgeir Örn er ekki eini leikmaður GOG sem gengið hefur til liðs við Faaborg. Í gær skrifuðu Kasper Nielsen og Jakob Larsen undir samning við félagið. Nielsen lék með danska landsliðinu á nýafstöðnu Evrópumóti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka