Fimm marka sigur Hauka

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, stýrir liði sínu að vanda í …
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, stýrir liði sínu að vanda í kvöld gegn Fram. hag / Haraldur Guðjónsson

Hauk­ar unnu fimm marka sig­ur á Fram, 30:25, í N1-deild karla í hand­knatt­leik á Ásvöll­um í kvöld. Íslands­meist­ar­arn­ir halda því áfram efsta sæti deild­ar­inn­ar með 16 stig að lokn­um 10 leikj­um. Fram sit­ur sem fyrr á botn­in­um með aðeins tvö stig. Hauk­ar voru tveim­ur mörk­um yfir í hálfleik, 16:14.

Hauk­ar náðu að losa sig við Fram­ara á síðustu mín­út­um leiks­ins en lít­ill glæsi­brag­ur var á leik meist­ar­anna þrátt fyr­ir sig­ur­inn. Þegar fjór­ar mín­út­ur voru til leiks­loka var aðeins tveggja marka mun­ur á liðunum, 26:24, og Fram átti sókn. Hún rann út í sand­inn og þar með misstu Fram­ar­ar móðinn.

Fylgst var með leikn­um í texta­lýs­ingu sem reglu­lega var upp­færð á mbl.is.

Mörk Hauka: Guðmund­ur Árni Ólafs­son 8, Sig­ur­berg­ur Sveins­son 7/​2, Elías Már Hall­dórs­son 4, Björg­vin Hólm­geirs­son 3, Freyr Brynj­ars­son 2,  Heim­ir Óli Heim­is­son 2, Pét­ur Páls­son 1, Gísli Jón Þóris­son 1, Þórður Rafn Guðmunds­son 1, Jónatan Ingi Jóns­son 1.
Var­in skot: Birk­ir Ívar Guðmunds­son 22 (þaraf 5 til mót­herja).
Utan vall­ar: 4 mín­út­ur.
Mörk Fram: Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son 7/​5, Ein­ar Rafn Eiðsson 6, Har­ald­ur Þor­varðar­son 5, Daní­el Berg Grét­ars­son 3, Guðjón Finn­ur Drengs­son 1, Andri Berg Har­alds­son 1, Ró­bert Aron Hostert 1, Há­kon Stef­áns­son 1.
Var­in skot: Magnús Gunn­ar Er­lends­son 18/​1 (þaraf 5/​1 aft­ur til mót­herja).
Utan vall­ar: 14 mín­út­ur.

50. Leik­ur­inn hef­ur verið slak­ur á báða bóga. Hauk­ar virðast þó held­ur lán­sam­ari ef eitt­hvað er og hafa þriggja marka for­skot, 25:22.

40. Sókn­ar­leik­ur Hauka hef­ur verið kæru­leys­is­leg­ur það sem af er síðari hálfleik. Það hafa Fram­ar­ar nýtt sér og náð að jafna met­in, 19:19.

30. Flautað hef­ur verið til loka fyrri hálfleiks. Hauk­ar eru tveim­ur mörk­um yfir, 16:14. Fram byrjaði bet­ur en tókst ekki að fylgja því eft­ir. Sókn­ar­leik­ur liðsins hef­ur verið nokkuð fyr­ir­séður auk þess sem Birk­ir Ívar Guðmunds­son hef­ur varið vel í marki Hauka, 10 skot. Haukaliðið hef­ur skorað mikið eft­ir hraðaupp­hlaup. Sig­ur­berg­ur Sveins­son er marka­hæst­ur hjá Hauk­um með 5 mörk og Guðmund­ur Árni Ólafs­son hef­ur skorað þrjú mörk.
Hjá Fram er Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son marka­hæst­ur með 4 mörk. Ein­ar Rafn Eiðsson og Har­ald­ur Þor­varðar­son hafa skorað í þrígang hvor.

20. Hauk­ar hafa held­ur bet­ur snúið leikn­um sér í vil síðustu mín­út­ur og breytt stöðunni úr 7:3, Fram í vil í 12:8, sér í hag. Hauk­ar hafa aðeins bætt vörn sína og fengið hvert hraðaupp­hlaupið á fæt­ur öðru.

10. Fram­ar­ar eru mikið ákveðnari á upp­haf­smín­út­um leiks­ins. Sókn­ar- jafnt sem varn­ar­leik­ur Hauka er alls ekki upp á marga fisk­ana, staðan 5:2, Fram í vil.

Dóm­ar­ar: Haf­steinn Ingi­bergs­son og Gísli H. Jó­hanns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert