Kári Kristján hafði betur gegn Björgvini

Kári Kristján Kristjánsson var í sigurliði í svissnesku bikarkeppninni í …
Kári Kristján Kristjánsson var í sigurliði í svissnesku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ómar Óskarsson

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Amicita Zürich komust í gær í undanúrslit svissnesku bikarkeppninnar í handknattleik þegar þeir unnu Björgvin Pál Gústavsson og samherja í Kadetten, 28:21, á heimavelli. Kadetten var einu marki yfir í hálfleik, 14:13, en í síðari hálfleik snérust vopnin í höndum þeirra.

Kári Kristján skoraði tvö mörk fyrir Amicitia í leiknum. Björgvin Páll lék í marki Kadetten fyrstu 45 mínútur leiksins og var með 40% markvörslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert