Sannarlega kominn tími til að byrja á ný

Bjarki Jónsson, FH, Guðlaugur Arnarsson, Akureyri
Bjarki Jónsson, FH, Guðlaugur Arnarsson, Akureyri Golli/Kjartan Þorbjörnsson

„Það er svo sannarlega kominn tími til að byrja aftur eftir að hafa æft í fimm og hálfan mánuð en aðeins leikið í tvo mánuði af þeim,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar handknattleiksfélags í N1-deild karla. Keppni hefst að nýju í deildinni í kvöld með þremur leikjum en síðast var leikið í deildinni rétt fyrir miðjan desember.

Akureyri sækir FH-inga heim í kvöld klukkan 18.30 í Kaplakrika en klukkustund síðar mætast Grótta og Valur á Seltjarnarnesi og Haukar og Fram eigast við á Ásvöllum. Viðureign Stjörnunnar og HK sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til 7. mars.

Rúnar er óhress með fyrirkomulag Íslandsmótsins. Hann segir eðlilegt að tekið sé hlé í janúar vegna þátttöku landsliðsins á stórmótum. Hinsvegar megi leika þéttar í desember og alveg fram að áramótum. Þá vilji hann að úrslitakeppninni sé lokið um miðjan apríl í stað þess að nú er ráðgert að úrslitakeppninni verði ekki lokið fyrr en komið verður fram í maí og sól og vor verður komið í loftið.

Allt viðtalið við Rúnar er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert