Selfoss átti ekki í vandræðum með lið Aftureldingar í kvöld í 1. deild karla í handbolta, lokatölur 32:23. Þrír leikir fóru fram í kvöld þar sem að ÍR lagði Fjölni á útivelli 29:24 og Víkingur burstaði Þrótt 29:13. Ragnar Jóhannsson fór á kostum í lið Selfoss og skoraði hann 13 mörk.
Selfoss er á toppi deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki en Afturelding er í öðru sæti með 17 stig eftir 11 leiki.