Björgvin tryggði Haukum sigur

Sigurbergur Sveinsson stórskytta Haukanna.
Sigurbergur Sveinsson stórskytta Haukanna. mbl.is/Golli

Björgvin Hólmgeirsson var hetja Hauka þegar liðið sigraði FH, 25:24, í æsispennandi leik í Kaplakrika í kvöld. Björgvin skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á lokasekúndum leiksins en leikurinn var gríðarlega spennandi og stemningin í Kaplakrika var gífurlega góð.

Markahæstir hjá FH: Ásbjörn Friðriksson 5, Bjarni Fritzson 5/1, Ólafur Guðmundsson 4. 

Markahæstir hjá Haukum: Björgvin Hólmgeirsson 9, Elías Már Halldórsson 3, Pétur Pálsson 3, Freyr Brynjarsson 3.

60. Björgvin Hólmgeirsson skorar með síðasta skoti leiksins og tryggir Haukum sigur, 25:24.

53. FH-ingar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir, 22:21. Þakið er gjörsamlega að rifna af húsinu. Stemningin er gríðarleg.

50. Haukar hafa náð tveggja marka forystu, 21:19. Varnarleikur Hauka hefur verið gífurlega sterkur í seinni hálfleik og þá munar miklu fyrir FH-inga að bronsdrengurinn Ólafur Guðmundsson hefur alls ekki náð sér á strik.

45. Það stefnir í æsilegar lokamínútur. FH er yfir, 19:18.

38. Haukar eru komnir yfir í fyrsta sinn, 16:15. Reynsluboltinn Einar Örn Jónsson sá um að koma meisturunum yfir með marki úr hraðaupphlaupi.

35. Það er allt í járnum. FH er 15:14 yfir eftir að Haukar höfðu náð að jafna metin í fyrsta sinn.

30. Hálfleikur í Kaplakrika. FH er yfir, 13:12. FH-ingar hafa haft yfirhöndina allan tímann og hefur mest náð þriggja marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson er markahæstur FH-inga með 4 mörk og Jón Heiðar Gunnarsson er með 3. Pálmar Pétursson hefur varið 12 skot. Hjá Haukum er Björgvin Hólmgeirsson langmarkahæstur með 7 mörk.

25. Það er lítið skorað í Krikanum en FH hefur yfir, 10:7. Haukunum gengur illa í sóknarleik sínum og Pálmar er heldur betur að stríða þeim í marki FH. Mikið hefur verið um brottrekstra og dómaranir við það að missa tök á leiknum.

20. FH hefur yfir, 9:7, en það er farið að hitna í kolunum. Pálmar Pétursson hefur lokað marki FH á köflum en hann ræður ekki við Björgvin Hólmgeirsson sem er búinn að skora 5 af mörkum Hauka.

Pálmar Pétursson er í banastuði á milli stanganna hjá FH-ingum og eftir 18 mínútna leik hefur hann varið 8 skot, mörg úr dauðafæri. FH-ingar eru yfir, 9:6.

15. FH-ingar hafa heldur frumkvæðið á heimavelli sínum og eru yfir, 8:5. Varnarleikur beggja liða er sterkur og leikmenn gefa sig alla í baráttuna. Birki Ívari Guðmundssyni markverði er skipt útaf fyrir Aron Rafn Eðvarðsson.

10. FH-ingar hafa yfir, 4:2, í miklum baráttuleik. 

5. FH-ingar hafa byrjað betur og eru 2:0 yfir. Mikil steming í Krikanum. Pálmar Pétursson hefur þegar varið 4 skot í marki FH.

Hafnfirðingar eru farnir að streyma inn í Kaplakrikann og má búist við miklu fjölmenni eins og jafnan þegar erkifjendurnir eigast við. Síðast áttust liðin við í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar þar sem Haukar höfðu betur eftir tvíframlengdan leik. Haukar höfðu einnig betur í leik liðanna í deildinni á Ásvöllum, 29:26.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert