Bikarinn fluttur með þyrlu í Hafnarfjörð

Haukar fagna bikarmeistaratitlinum.
Haukar fagna bikarmeistaratitlinum. mbl.is/Ómar

Þyrla lenti í Laugardalnum rétt í þessu til þess að sækja nokkra leikmenn bikarmeistaraliðs Hauka í handknattleik karla og verðlaunagripinn sjálfan.

Flogið verður með Haukana og bikarinn á Hvaleyrina í Hafnafirði þar sem Haukarnir ætla að fagna sigrinum á Herrakvöldi Hauka í golfskála Keilis.

Haukarnir verða með mikla sigurhátíð í kvöld og nótt því um miðnættið munu þeir færa sig um set í íþróttahús sitt á Ásvöllum og þar mun dansinn duna fram á morgun væntanlega.

Myndband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka