Bikarúrslitaleikur Íslandsmeistara Hauka og bikarmeistara Vals í handknattleik karla hófst í Laugardalshöllinni klukkan 16:00. Haukar úr Hafnarfirði sigruðu 23:15 en þeir voru marki yfir í hálfleik 9:8. Leikurinn var lengst af í járnum og mun jafnari en úrslitin gefa til kynna. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Markahæstir:
Haukar: Guðmundur Árni Ólafsson 7/3, Björgvin Hólmgeirsson 5.
Varin skot: Birkir Ívar 23/1 (þar af 8 aftur til mótherja).
Valur: Sigurður Eggertsson 7, Ernir Hrafn Arnarson 3.
Varin skot: Hlynur Morthens 17 (þar af 5 aftur til mótherja).
60. mín: LEIK LOKIÐ. Haukar fagna sigri og eru því handhafar beggja stórr titlanna.
56. mín: Staðan er 19:14 fyrir Hauka og staðan orðin vonlítil fyrir Val. Tvö Haukamörk á um 15 sekúndna kafla.
54. mín: Staðan er 17:14 fyrir Hauka. Guðmundur Árni Ólafsson var að auka muninn með marki úr vítakasti. Óskar Bjarni tekur leikhlé.
53. mín: Staðan er 16:14 fyrir Hauka. Björgvin Hólmgeirsson var að skora fyrir Hauka. Hans 4 mark í leiknum. Birkir Ívar varði í kjölfarið og staðan er vænleg fyrir Hafnfirðinga í augnablikinu.
49. mín: Staðan er 14:14. Sigurður Eggertsson er búinn að jafna aftur fyrir Val. Sigurður hefur verið virkilega sprækur í leiknum og skorað 6 mörk.
45. mín: Staðan er 14:12 fyrir Hauka. Ingvar Guðmundsson kom inn á í mark Vals og varði víti frá Sigurbergi og svo aftur dauðafæri af línunni. Engu að síður var honum skipt aftur út af.
40. mín: Staðan er 12:12. Arnór Gunnarsson var að jafna fyrir Val úr hraðaupphlaupi.
37. mín: Staðan er 12:11 fyrir Hauka. Síðari hálfleikur byrjar fjörlega. Ekki er við öðru að búast en að leikurinn verði spennandi allt til loka.
30. mín: Staðan er 9:8 fyrir Hauka að loknum fyrri hálfleik. Birkir Ívar hefur varið 11 skot í fyrri hálfleik. Markahæstir eru Björgvin Hólmgeirsson hjá Haukum og Ernir Hrafn Arnarson hjá Val en báðir hafa þeir skorað 3 mörk. Sigurður Eggertsson hressti talsvert upp á sóknarleik Vals síðari hluta fyrri hálfleiks.
28. mín: Staðan er 9:7 fyrir Hauka og Aron Kristjánsson þjálfari þeirra tekur leikhlé.
25. mín: Staðan er 8:5 fyrir Hauka. Munurinn á liðunum er því sá sami en Valsmenn eru heldur að braggast og varnarleikur þeirra hefur batnað.
20. mín: Staðan er 6:3 fyrir Hauka. Hafnfirðingarnir eru með ágæt tök á leiknum eins og er. Valsmenn þurfa einhvern veginn að brjóta leikinn upp. Hlynur Morthens er reyndar byrjaður að taka við sér í markinu og það er góðs viti fyrir Hlíðarendaliðið.
17. mín: Staðan er 5:2 fyrir Hauka. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er búinn að fá nóg og tekur leikhlé enda gerist það ekki oft að Valsliðið skori aðeins 2 mörk á fyrstu 17 mínútunum.
15. mín: Staðan er 4:2 fyrir Hauka. Varnarleikur Hauka er mjög góður með Frey Brynjarsson fremstan í 5-1. Fyrir vikið hefur sóknarleikur Vals verið vandræðalegur.
10. mín: Staðan er 2:2. Leikurinn fer frekar hægt af stað en baráttan er mikil og leikmenn spila fast. Birkir Ívar hefur byrjað frábærlega í marki Hauka og er þegar búinn að verja 6 skot, þar af eitt víti frá Arnóri Gunnarssyni. Valsmenn hafa hins vegar fimm sinnum fengið boltann aftur.
3.mín: Staðan er 1:0 fyrir Hauka. Það tók leikmenn liðanna 3 mínútur að brjóta ísinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði fyrir Hauka úr vítakasti.
Birkir Ívar Guðmundsson og Gunnar Berg Viktorsson eru í byrjunarliði Hauka en þeir hafa átt við smávægileg meiðsli að stríða að undanförnu.
Valsmenn tefla fram gömlu mönnunum Sigfúsi Sigurðssyni og Ólafi Sigurjónssyni sem lítið sem ekkert hafa leikið í vetur. Þeir eru alla vega báðir á skýrslu.