„Ég er í skýjunum með leik liðsins í dag,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum við Val.
Íris Björk átti flottan leik og varði 22 skot. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk vel í magan í lokin þegar þetta vra orðið jafnt og eitthvað um 20 sekúndur eftir. En það tókst og það gerist ekki sætara en þetta, að tryggja sigurinn á lokasekúndunum,“ sagði Íris Björk.
Hún sagði að liðið hafi mætt alveg tilbúið til leiks. „Við fengum sannkallaða óskabyrjun og náðum að halda þeim mun lengst af eða þar til þær skiptu í 3-3 vörn. Ég skil ekki hvers vegna okkur gekk ekki betur á móti þeirri vörn því við höfum æft það sérstaklega og við erum snöggar á fótunum. Ég hald það hafi frekar verið eitthvað stress í okkur undir lokin. Þetta tókst og það skiptir ekki máli hvernig, bara ef það tekst, “ sagði markvörðurinn.