Þjálfari Fram: Finn fyrir miklu hungri

Einar Jónsson og Guðríður Guðjónsdóttir aðstoðarþjálfari ræða við leikmenn Fram.
Einar Jónsson og Guðríður Guðjónsdóttir aðstoðarþjálfari ræða við leikmenn Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, vonast til að sitt lið verði það fyrsta á leiktíðinni til að leggja Val að velli en Framarar stefna á að vinna bikarinn í fyrsta sinn frá 1999. Fram og Valur leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppninnar í Laugardalshöll klukkan 13.30 í dag.

,,Valsliðið hefur spilað mjög vel í vetur. Það hefur verið mikill stöðugleiki í þeirra liði en mér finnst vera stígandi í mínu liði og eru á góðri siglingu. Þarna mætast tvö bestu liðin á landinu í dag og það er ekkert því til fyrirstöðu en þau geti boðið upp á frábæran úrslitaleik,“ sagði Einar við Morgunblaðið.

,,Við erum búin að bíða lengi eftir stórum titli og stefnan fyrir tímabilið var að taka þetta ár með trompi. Ég finn fyrir miklu hungri og vilja hjá mínu liði til að vinna bikarinn en til þess þurfum við að ná fram toppleik því Valsliðið er gríðarlega vel skipað og það er mikil breidd í því,“ sagði Einar.

Sjá allt um bikarúrslitin í Mogganum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert