Björgvin bestur í öðrum þriðjungi

Björgvin Hólmgeirsson sækir að vörn Valsmanna í úrslitaleik bikarkeppninnar á …
Björgvin Hólmgeirsson sækir að vörn Valsmanna í úrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. mbl.is/Ómar

Björgvin Þór Hólmgeirsson, úr Haukum, var valinn besti leikmaður annars þriðjungs N1-deildar karla í handknattleik, umferða átta til fjórtán. Íslands- og bikarmeistarar Hauka eiga fjóra af sjö leikmönnum í úrvalsliði umferðanna auk þess sem þjálfari liðsins, Aron Kristjánsson, var valinn besti þjálfarinn.

Úrvalslið 8. - 14. umferða er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri.
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Miðjumaður: Anton Rúnarsson, Gróttu.
Hægri skytta: Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum.
Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH.

Besti leikmaðurinn: Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum.

Besti þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum.

Besta dómaraparið: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

Besta umgjörð leikja: Handknattleiksdeild FH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert