Ísland ekki meðal bestu

Íslenska landsliðið fagnar bronsverðlaunum á EM í Vínarborg í janúar.
Íslenska landsliðið fagnar bronsverðlaunum á EM í Vínarborg í janúar. mbl.is/Kristinn

Íslenska  landsliðið í handknattleik karla verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Serbíu í byrjun janúar 2012.

Dregið verður í riðlana sjö í Belgrad mánudaginn 12. apríl nk. en keppni hefst í október. Þrátt fyrir frábæran árangur á EM í Austurríki í byrjun þessa árs nægir það ekki íslenska landsliðinu til þess að vera í efsta styrkleikflokki, en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf styrkleiklista sinn út um helgina. Þar er íslenska landsliðið í 10. sæti en átta þjóðir eru í efsta styrkleikaflokki.

„Það er mjög einkennilegt að árangurinn á Ólympíuleikunum í Peking sé ekki tekinn með í reikninginn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari.

Sjá nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert