Færeyski íþróttanetmiðillinn Sportal skýrði frá því í dag að handknattleiksfélagið Kyndil hefði samið við Rhein-Neckar Löwen um að fá Ólaf Stefánsson lánaðan í eina viku til að spila með því í úrslitakeppninni um færeyska meistaratitilinn.
Sagt er að Ólafur hafi lent á flugvellinum í Vágum fyrr í dag og sagði í stuttu spjalli við Sportal að hann hafi orðið var við að Færeyingar hafi stutt við bakið á íslenska landsliðinu á Ólympíuleikum og í HM og EM. Hann sé jafnframt afar ánægður með stuðninginn sem íslenska þjóðin hafi fengið frá þeirri færeysku, og þess vegna kveðst hann ánægður með að geta gefið Færeyingum eitthvað til baka.
Sagt er að jafnframt því að spila með Kyndil muni Ólafur verða með handboltaskóla fyrir unga Færeyinga þriðjudaginn 6. apríl.
Frétt Sportal: Kyndil fær íslendska risastyrk til finalurnar.
Viðbúið er Færeyingarnir hafi skrifað þessa frétt í tilefni dagsins...