Afturelding eða Selfoss upp?

Selfyssingar taka á móti Aftureldingu í úrslitaleiknum í kvöld.
Selfyssingar taka á móti Aftureldingu í úrslitaleiknum í kvöld. mbl.is/Guðmundur Karl

Það ræðst í kvöld hvort Afturelding eða Selfoss sigrar í 1. deild karla í handknattleik og tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. Liðin mætast í lokaumferð deildarinnar á Selfossi klukkan 19.30 en aðeins eitt stig skilur þau að á toppnum. Afturelding er með 29 stig en Selfoss 28 og Mosfellingum nægir því jafntefli til að komast í hóp þeirra bestu á nýjan leik.

Afturelding lék síðast í úrvalsdeildinni veturinn 2007-08, eftir að hafa unnið 1. deildina árið á undan, og í fyrra tapaði liðið úrslitaleikjum við Stjörnuna um sæti þar. Selfyssingar voru meðal þeirra liða sem höfnuðu í 1. deild þegar deildaskipting var tekin upp á ný árið 2006 og hafa verið þar síðan.

Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort í vetur. Afturelding vann í Mosfellsbænum í nóvember, 26:25, en Selfyssingar unnu á sínum heimavelli í febrúar, 32:23. Þreföld umferð er leikin í 1. deildinni og það kom í hlut Selfyssinga að fá tvo heimaleiki gegn Aftureldingu.

Annað tækifæri í umspili

Umspilið hefst föstudaginn 23. apríl og því lýkur 3. eða 5. maí. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert