Stjarnan fallin úr úrvalsdeildinni

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Hag

Stjarnan er fallin úr úrvalsdeild karla í handknattleik eftir tap, 24:22, fyrir Fram í lokaumferð N1-deildar karla í handknattleik í Mýrinni í kvöld. Fram heldur þar með sínu sæti en leikurinn skar úr um það hvort liðið héldi sæti sínu. Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11. Fram-liðið gafst aldrei upp og komst yfir um miðjan síðari hálfleik og hélt forystunni allt til leiksloka.

Sigurinn tryggði Fram um leið sjötta sæti deildarinn og sleppur liðið þar með við umspil við lið úr 1. deild. Það kemur í hlut Gróttu sem hafnaði í sjöunda sæti að taka þátt í umspilinu sem hefst eftir um hálfan mánuð.

Mörk Stjörnunnar: Daníel Einarsson 4, Sverrir Eyjólfsson 4, Vilhjálmur Halldórsson 4/2, Tandri Konráðsson 3, Þórólfur Nielsen 3, Kristján Svan Kristjánsson 2, Guðmundur S. Guðmundsson 1, Jón Arnar Jónsson 1.
Varin skot: Roland Eradze 16/1 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Fram: Einar Rafn Eiðsson 5/3, Stefán Baldvin Stefánsson 5, Haraldur Þorvarðarson 4, Andri Berg Haraldsson 2, Daníel Berg Grétarsson 2, Guðjón Finnur Drengsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Hákon Stefánsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16/1 (þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur. 

56. Fram tekur leikhlé og er tveimur mörkum yfir, 22:20. Magnús Erlendsson markvörður Fram, var að verja skot af línunni frá Sverri Eyjólfssyni. Mikilvæg markvarsla hjá Magnúsi.

50. Framarar hafa heldur betur snúið við  blaðinu síðustu mínútur, ekki síst með bættum varnarleik. Stjörnumönnum hefur gengið illa að spila sig í færi. Staðan er nú, 19:17, Fram í vil.

40. Stjarnan hefur byrjað síðari hálfleikinn af miklum krafti. Vörn liðsins er góð og Fram skoraði ekki sitt fyrsta mark í hálfleiknum fyrr en eftir sjö og hálfa mínútu. Staðan, 15:13, Stjörnunni í vil sem virðist hafa byr í seglin um þessar mundir.

34. Daníel Einarsson opnar markareikninginn í síðari hálfleik og kemur Stjörnunni í tveggja marka forskot, 13:11, með marki upp úr hraðaupphlaupi. Sóknarleikur Fram er slakur og gengur ekkert að koma skoti á markið.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Stjarnan hefur náð yfirhöndinni, 12:11, með því að skora þrjú síðustu mörk.  Sóknarleikur Fram-liðsins hefur bilað mjög síðustu tíu mínútur.
Óvenjumargir áhorfendur eru á leik í Mýrinni og stemning góð.
Sverrir Eyjólfsson er markahæstur Stjörnumanna með 4 mörk. Vilhjálmur Halldórsson er með þrjú. Stefán Baldvin Stefánsson er markahæstur hjá Fram með þrjú mörk. Andri Berg Haraldsson, Daníel Berg Grétarsson og Haraldur Þorvarðarson hafa gert tvö mörk hver.

Roland Eradze varði 8 skot í marki Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Hann byrjaði rólega en sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og vörnin batnaði fyrir framan hann.
Magnús Gunnar Erlendsson hefur varið 9 skot í marki Fram.

23. Framarar taka leikhlé en tvær síðustu sóknir þeirra hafa verið slakar og ekki skilað árangri. Tandri Konráðsson var að minnka muninn í eitt mark, 9:8, fyrir Fram, en Stjörnumenn eru klaufar að vera ekki búnir að jafna leikinn.

20. Miklar sveiflur eru í leiknum auk baráttunnar sem alls ekki er skortur á. Fram komst fjórum mörkum yfir, 8:4, en Stjörnumenn hafa klórað í bakkann svo nú er munurinn aðeins tvö mörk, 8:6, Fram í vil.

10. Fram byrjaði leikinn af krafti og komst í 6:2. Stjarnan hefur skorað tvö síðustu mörkin og minkað muninn í 6:4.

4. Halldór Jóhann Sigfússon, Daníel Berg Grétarsson og Stefán Baldvin Stefánsson skora hver sitt markið og koma Fram í 3:1.

1. Sverrir Eyjólfsson skorar fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna úr fyrstu sókn leiksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert