Valur hafði betur í fyrsta leik

Berglind Íris Hansdóttir markvörður úr Val.
Berglind Íris Hansdóttir markvörður úr Val. mbl.is/Ómar Óskarsson

Valur og Fram léku fyrsta leik sinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í dag. Lokatölur urðu 20:19 fyrir Val. Það lið sem fyrr sigrar þrívegis verður meistari. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

60:00 Leikurinn á enda. Anna Úrsúla með 5 fyrir Val og Pavla fimm fyrir Fram.

55:40 Jafnt og útlit fyrir spennandi lokamínútur hér að Hlíðarenda.

48:40 Fram náði að minnka muninn, sem var aftur orðinn þrjú mörk, en þetta er allt einhvern vegin rfiðara hjá Fram en Val.

41:52 Valur kominn með undirtökin á nýjan leik, 13:11.

34:40 Valur gerði fyrsta markið en síðan komu þrjú í röð frá Fram og staðan jöfn, 10:10.

30:00 Hálfleikur og staðan 9:7. Agætlega fjörugur leikur en rosalega mikið af mistökum. Búið að dæma fjórum sinnum leiktöf á hvort lið þar sem þau komast ekkert gegn vörn hins liðsins. Markahæst Vals er Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með 3 mörk og hja´Fram er Pavla Nevarilova einnig með þrjú mörk. 

Berglind Íris er búin að verja 10/1 í marki Vals og hinum megin er Íris Björk með 12/1.

27:13 Aðeins lifnað og meira skorað en áður. Valur enn með þriggja marka forystu sem Fram virðist eiga erfitt með að minnka, 9:6.

22.05 Valur með þriggja marka forystu eftir að hafa gert síðustu þrjú mörkin í leiknum. Gríðarlega mikið um mistök hjá báðum liðum og Framarar hafa verið að skjóta upp í rjáfur úr erfiðum færum.

16.00 Lítið skorað og staðan 5:4, markverðir í stuði og mikið af mistökum hjá báðum liðum.

6.20

Valur hefur tapað tveimur leikjum í vetur, bikarúrslitaleiknum á móti Fram og síðan aftur fyrir Fram hér að Hlíðarenda þegar Valur fékk bikarinn fyrir deildarmeistaratitilinn afhentan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert