Yfirburðir í leik- og lesskilningi auk líkamsburða

Arnór Atlason umkringdur frönskum landsliðsmönnum í viðureign Íslendinga og Frakka …
Arnór Atlason umkringdur frönskum landsliðsmönnum í viðureign Íslendinga og Frakka um helgina. hag / Haraldur Guðjónsson

„ÉG vil alls ekki vera neikvæður og vonandi hef ég rangt fyrir mér en ég er ekki viss um að þessir tveir leikir við Frakka um helgina hafi fært okkur nær franska landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, spurður hvort hann telji íslenska landsliðið hafi færst nær því markmiði sínu að komast nær Frökkum í getu með tveimur vináttulandsleikjum hér á landi um helgina.

Geir þekkir vel til fransks handknattleiks sem hann hefur fylgst lengi með auk þess spila með meistaraliðinu Montpellier frá 1995 til 1997.

„Ég segir þetta meðal annars vegna þess að Frakkar notuðu leikina við okkur mikið til þess að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri. Þeir keyrðu ekki á sínu sterkasta liði allan tímann heldur gáfu þeim sem hingað til hafa ekki verið í stórum hlutverkum tækifæri til að bera liðið uppi. Til að mynda þá lék Omeyer markvörður aðeins annan hálfleikinn í leikjunum, Fernandez spilaði ekkert í fyrri leiknum og Karabatic kom ekkert við sögu í þeim síðari. Þá skiptu Gille bræðurnir leikjunum á milli sína og Abalou hornamaður lék minna en hann gerir á stórmótum. Þá spilaði Narcisse ekkert vegna meiðsla.

Þetta er sá stóri lærdómur sem Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, fer með héðan úr þessum æfingaleikjum. Hann og hans lið fer héðan reynslunni ríkari,“ segir Geir.

Sjá ítarlegt viðtal við Geir í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert