Valsmenn tryggðu sér oddaleik

Úr leik Akureyrar og Vals í kvöld. Fannar Þór Friðgeirsson …
Úr leik Akureyrar og Vals í kvöld. Fannar Þór Friðgeirsson brýst í gegnum vörn heimamanna en hann skoraði 9 mörk. mbl.is/Þórir Tryggvason

Akureyri og Valur áttust við í undanúrslitum karla í N1-deild karla í handknattleik í kvöld á Akureyri og endaði hann með sigri Valsmanna 25:31. Liðin eigast því við í hreinum úrslitaleik á mánudag á Hlíðarenda í Reykjavík en staðan er 1:1 í einvíginu. Fylgst var með gangi mála á Akureyri í beinni textalýsingu á mbl.is.

Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 8/4, Heimir Örn Árnason 7/1, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Geir Guðmundsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1, Jónatan Þór Magnússon 1.

Varin skot: Hafþór Einarsson 5, Hörður Flóki Ólafsson 7.

Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 9/4, Fannar Þór Friðgeirsson 9/1, Sigurður Eggertsson 5, Baldvin Þorsteinsson 4, Jón Björgvin Pétursson 1, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 1.

Varin skot:
Hlynur Morthens 17/1

60. mín. Leiknum er lokið með sigri Valsmanna 25:31.

57 mín. Staðan er 23:29. Valsmenn tóku völdin í leiknum og sigldu hægt og
bítandi fram úr heimamönnum.

52 mín. Staðan er 21:24. Akureyringar hafa ekki náð að fylgja nægilega vel á eftir þessum góða kafla og hafa Valsmenn tekið við sér. Hafþór Einarsson er kominn í mark Akureyrar. Heimir Örn Árnason er rekinn út af og Arnór Þór skorar úr víti fyrir Val, en Hörður Fannar Sigþórsson svarar að bragði.

47 mín. Staðan er 17:21. Hlynur Morthens og Hörður Flóki hafa varið mikilvæg
skot í mörkum beggja liða í síðari hálfleik. Þessi góði kafli frá heimamönnum kom Valsmönnum í opna skjöldu en þeir hafa áttað sig og skorað tvö mörk í röð. Rúnar Sigtryggsson tekur leikhlé fyrir Akureyri.

44 mín. Staðan er 17:19. Heimamenn hafa vaknað en þeir hafa skorað núna 5 mörk í röð. Leikurinn hefur opnast upp á gátt en Valsmenn tuða mikið í  dómurum leiksins.

42 mín. Staðan er 15:19. Heimamenn hafa tekið við sér með auknum stuðningi áhorfenda og hafa skorað þrjú mörk í röð. Arnór Þór Gunnarsson fær brottvísun og Oddur Gretarsson skorar úr víti, en hann er kominn með 7 mörk í leiknum.

39 mín. Staðan er 12:18. Sóknarleikur beggja liða er ekki upp á marga fiska og
er mikið klafs í vörninni. Hlynur Morthens varði hraðaupphlaup frá Árna Þór, en Árni er ekki enn kominn á blað. Bæði lið hafa fengið sitt hvora brottvísunina í síðari hálfleik.

35 mín. Staðan er 11:16. Heimamenn hafa ekki byrjað nógu vel og hefur Fannar Þór Friðgeirsson skorað tvö mörk í röð fyrir Val

30 mín. Staðan er 9:13 í hálfleik. Akureyringar hafa farið illa að ráði sínu
og töpuðu boltanum klaufalega í tveimur síðustu sóknum sínum. Valsmenn hafa haldið sínum takti og er Hlynur Morthens kominn með 11 skot varin, þar af eitt víti. Hörður Flóki er kominn með 5 skot í marki Akureyrar. Arnór Þór Gunnarsson er með 4 mörk fyrir Val og þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Sigurður Eggertsson 3 mörk hvor. Hjá Akureyri er Oddur Gretarsson með 4 mörk.

27 mín. Staðan er 8:11. Akureyringar fengu enn eina brottvísunina þegar Guðlaugur Arnarsson fauk út af. Dómarar leiksins hafa mikið að gera enda berjast bæði lið af rosalegum krafti og láta áhorfendur vel í sér heyra.

23 mín. Staðan er 7:9. Hörður Flóki hefur varið 3 skot síðan hann kom inná og
hefur leikur heimamanna batnað mikið. Bæði lið spila mjög fasta vörn og gefa ekkert eftir. Arnór Þór Gunnarsson er markahæstur hjá Val með 4 mörk og Oddur Grétarsson er með 3 hjá Akureyri. Guðmundur Hólmar Helgason skorar fyrir heimamenn en hann liggur eftir. Gunnar Harðarson fékk beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við Guðmund. Helga Magnúsdóttir eftirlitsdómari hefur í nógu að snúast

19 mín. Staðan er 4:9. Hörður Flóki Ólafsson er kominn í mark Akureyrar og
varði hann strax úr hraðaupphlaupi. Lítið hefur gengið í sóknarleik Akureyrar og er boltinn annaðhvort dæmdur af þeim eða Hlynur ver.

15 mín. Staðan er 4:8. Hlynur Morthens hefur varið hvert skotið á fætur öðru í
marki Vals og hjálpað sínum mönnum að ná forystu. Arnór Þór Gunnarsson er kominn með 4 mörk fyrir Val og Oddur Grétarsson 2 fyrir Akureyri.

12 mín. Staðan er 3:5. Fannar Þór Friðgeirsson leikmaður Vals fékk brottvísun
fyrir brot. Hlynur Morthens varði víti frá Oddi og í kjölfarið skoruðu Valsmenn. Árni Þór Sigtryggson hefur tekið af sér hlífðargrímuna sem virtist vera að trufla hann en Árni er nefbrotinn.

7 mín. Staðan er 2:2. Oddur Grétarsson og Arnór Þór Gunnarsson hafa skorað
bæði mörk síns liðs. Akureyri fékk aðra brottvísun þegar Hreinn Þór Hauksson braut af sér

2 mín. Staðan er 2:0. Leikurinn byrjar af mikilli hörku og strax er Heimir Örn Árnason hjá Akureyri kominn með tveggja mínútna brottvísun.

1. mín. Leikurinn er byrjaður. Valsmenn eru í rauðum keppnisbúningum en Akureyringar eru í dökkum búningum.  Tveir leikmenn Akureyrar eru með grímu á andltinu vegna áverka. Árni Þór Sigtryggsson og Hreinn Þór Hauksson.

Enn eru tíu mínútur þangað til flautað verður til leiks en strax er orðið þétt setið í Höllinni. Þó var mikið bætt við af stólum fyrir áhorfendur og er stemningin strax orðin mikil.

Úr leik Akureyrar og Vals í kvöld.
Úr leik Akureyrar og Vals í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason
Hreinn Þór Hauksson, handknattleiksmaður Akureyrar handboltafélags, lék með andlitsgrímu í …
Hreinn Þór Hauksson, handknattleiksmaður Akureyrar handboltafélags, lék með andlitsgrímu í viðureign Vals og Akureyrar. Hann fékk undanþágu til þess að nota grímuna. Árni Sæberg
Arnór Gunnarsson í leik með Val.
Arnór Gunnarsson í leik með Val. Morgunblaðið/ Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert