Rebekka: „Fengum gríðarlegan stuðning“

Kvennalið Vals fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Kvennalið Vals fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. mbl.is/Eggert

„Ég finn alveg fyrir löppunum og fékk tvisvar sinadrátt en þetta er svo sætt, gaman að vinna í framlengingu,“ sagði Rebekka Skúladóttir en hennar hlutverk í vörninni var að vera framar og reyna brjóta upp sóknarleik Fram. Það gekk en betur þegar leið á leikinn. Valur sigraði 26:23 eftir framlengingu og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 27 ár.

„Það var eins og vörnin væri ekki alveg að finna sig svo Fram fékk alltof auðveld mörk en svo kom þetta hjá okkur í framlengingunni þegar vörnin okkar var þéttari. Það má skrifa það á betri einbeitingu og reynslu en svo skiptir miklu máli að við fengum gríðarlegan stuðning frá áhorfendapöllunum og líka að við ætluðum okkur sigur. Ég verð áfram og held að flestar verði áfram, ekki síst þar sem við endum svona vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert