Aron: Þessi titill er sá sætasti

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. hag / Haraldur Guðjónsson

„Þetta er sá sæt­asti af þeim þrem­ur Íslands­meist­ara­titl­um sem ég hef unnið með Hauk­um á síðustu þrem­ur árum og jafn­framt sá tor­sótt­asti,“ sagði Aron Kristjáns­son, þjálf­ari Íslands­meist­ara Hauka í hand­knatt­leik karla eft­ir að titil­inn var í höfn í dag með sigri á Val í fimmta leik liðanna um Íslands­bik­ar­inn. 

Aron hef­ur stýrt Hauk­um í þrjú ár og öll árin orðið Íslands­meist­ari. Hann yf­ir­gef­ur nú fé­lagið og flyt­ur til Þýska­lands í sum­ar þar sem hann tek­ur við þjálf­un Hanno­ver-Burgdorf. Hann skil­ur því við Hauka í góðri stöðu en þeir unnu alla titla sem í boði voru á keppn­is­tíma­bili. Auk Íslands­meist­ara­titils­ins unnu Hauk­ar deild­ar­keppn­ina, bik­ar­keppn­ina, deilda­bik­ar­inn og meist­ara­keppni HSÍ.

„Fyrsti titil­inn sem ég vann með Hauk­un­um vorið 2008 var líka al­veg hrika­lega sæt­ur því liðið hafði nærri því fallið úr deild­inni vorið 2007, áður en ég tók við stjórn­völ­un­um. Það var því unnu mikið starf vet­ur­inn 2007 til 2008 eft­ir að ég kom til fé­lags­ins að snúa öllu and­an­um í fé­lag­inu í rétta átta á nýj­an leik," sagði Aron í dag. 

„Þetta keppn­is­tíma­bil hef­ur verið mikið æv­in­týri. Áður en það hófst misst­um við fimm leik­menn frá okk­ur. Til viðbót­ar hef­ur Gunn­ar Berg Vikt­ors­son ekk­ert getað leikið með okk­ur í sókn­ar­leikn­um í vet­ur. Þar með var hálf­ur maður far­inn í viðbót. Við feng­um tvo leik­menn í staðinn, Björg­vin Hólm­geirs­son og Guðmund Árna Ólafs­son. Þrátt fyr­ir mikl­ar breyt­ing­ar þá unn­um við alla titl­ana á keppn­is­tíma­bil­inu. 

„Það er fyrst og fremst karakt­er­inn í Haukaliðinu sem er ein­stak­ur. Hann hef­ur skapað þetta því leik­menn liðsins, all­ir með tölu, eru sig­ur­veg­ar­ar. Sig­ur­hugs­un liðsins er ein­stök sem sýn­ir sig best að við höf­um unnið marga jafna leiki í vet­ur," seg­ir Aron Kristjáns­son, þjálf­ari Hauka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka