Hanna og Valdimar leikmenn Íslandsmótsins

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna …
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna á nýliðinni leiktíð. Eggert Jóhannesson

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, úr Haukum, og HK-ingurinn Valdimar Fannar Þórsson voru valin handknattleikskona og karl ársins í úrvalsdeildum kvenna og karla, N1-deildunum, á lokahófi handknattleiksfólks sem stendur nú yfir með miklum glæsibrag í Gullhömrum í Grafarholti.

Sunna Jónsdóttir úr Fylki og Oddur Gretarsson frá Akureyri voru valin efnilegustu leikmenn deildanna. Þjálfarar leiktíðarinnar voru valdir þeir Gunnar Magnússon hjá karlaliði HK og Einar Jónsson þjálfari kvennaliðs Fram, sem varð bikarmeistari á keppnistímabilinu.

Dómarar ársins voru Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, eins og undanfarin ár.

Ragnar Jóhannesson frá Selfossi var valinn besti leikmaður 1. deildar karla og þjálfari Selfossliðsins, Sebastían Alexandersson, var kjörinn þjálfari leiktíðarinnar í 1. deild.

Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2010

Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2010

Unglingabikar HSÍ 2010

Valdimarsbikarinn 2010

Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2010

Markahæsti leikmaður N1 deildar kvenna 2010

Markahæsti leikmaður N1 deildar karla 2010

Besti varnarmaður 1.deildar karla 2010

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2010

Besti varnarmaður N1 deildar karla 2010

Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2010

Besti sóknarmaður N1 deildar kvenna 2010

Besti sóknarmaður N1 deildar karla 2010

Besti markmaður 1.deildar karla 2010

Besti markmaður N1 deildar kvenna 2010

Besti markmaður N1 deildar karla 2010

Besta dómaraparið 2010

Besti þjálfari í 1.deild karla 2010

Besti þjálfari í N1 deild kvenna 2010

Besti þjálfari í N1 deild karla 2010

Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2010

Efnilegasti leikmaður N1 deildar kvenna 2010

Efnilegasti leikmaður N1 deildar karla 2010

Leikmaður ársins í 1.deild karla 2010

Handknattleikskona ársins 2010

Handknattleiksmaður ársins 2010

Valdimar Fannar Þórsson, th. var valinn besti handknattleiksmaður N1-deildar karla …
Valdimar Fannar Þórsson, th. var valinn besti handknattleiksmaður N1-deildar karla á nýliðinni leiktíð. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert