Íslenska landsliðið fer á EM

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik kvenna tryggði sér rétt áðan keppn­is­rétt á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sem fram fer í Dan­mörku og í Nor­egi 6. - 19. des­em­ber þrátt fyr­ir þriggja marka tap fyr­ir Aust­ur­ríki, 26:23, í loka­leik 3. riðlis undan­keppni EM í Stocker­au í Aust­ur­ríki. Þetta er í fyrsta sinn sem ís­lenska kvenna­landsliðið trygg­ir sér keppn­is­rétt á stór­móti í hand­knatt­leik.

Ísland vann fyrri viður­eign­ina með fjög­urra marka mun, 29:25, og tryggði sér þar með annað sæti riðils­ins á eft­ir Frakklandi. Sex­tán þjóðir taka þátt í mót­inu eins og í karla­flokki.

Þetta er í fyrsta sinn sem Aust­ur­ríki verður ekki á meðal þátt­tak­enda í loka­keppni EM í kvenna­flokki en síðan fyrsta mótið var haldið 1994 hef­ur aust­ur­ríska landsliðið alltaf tekið þátt og einu sinni unnið til verðlaun.

Mörk Íslands: Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir 8/​2, Hanna Guðrún Stef­áns­dótt­ir 4, Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir 4, Kar­en Knúts­dótt­ir 2, Rakel Dögg Braga­dótt­ir 2, Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir 1, Harpa Sif Eyj­ólfs­dótt­ir 1, Stella Sig­urðardótt­ir 1.
Var­in skot: Berg­lind Íris Hans­dótt­ir 20 (þaraf 7 til mót­herja)
Utan vall­ar: 14 mín­út­ur, þar af fékk Anna Úrsúla rautt spjald við þriðju brott­vís­un á 50. mín­útu.

60. Aust­ur­ríska liðið sótti ákaft síðustu mín­út­urn­ar en vörn ís­lenska liðsins hélt vel, en mik­il tauga­spenna var í leik­mönn­um ís­lenska liðsins í síðustu sókn­un­um og því skiluðu þær ekki marki. Nokk­ur spenna var und­ir lok­in en Aust­ur­ríki vann bolt­ann þegar 65 sek­únd­ur voru eft­ir og þrem­ur mörk­um yfir. Þeim tókst hins­veg­ar að ekki að skora þau tvö mörk sem þeim vantaði upp á. Íslenska liðið fagn­ar inni­lega leiks­lok enda hef­ur það brotið blað í ís­lenskri íþrótta­sögu með því að tryggja sér keppn­is­rétt á stór­móti í fyrsta sinn. Frá­bært og rétt að óska leik­mönn­um, þjálf­ur­um og öðrum aðstoðarmönn­um liðsins inni­lega til ham­ingju.

55. Fimm mín­út­ur eft­ir og aust­ur­ríska liðið er mark yfir, 24:23.

50. Aust­ur­ríska liðið hef­ur skorað þrjú mörk í röð er komið yfir, 21:20. Verið var að reka Önnu Úrsúlu af leik­velli í þriðja sinn. Hún kem­ur ekki meira við sögu. Íslenska liðið var komið með þriggja marka for­skot um tíma, 19:16. Dóm­ar­arn­ir hafa dregið taum heimaliðsins síðustu mín­út­ur. Spenn­andi loka­mín­út­ur framund­an.

40. Íslenska liðið hef­ur haft fulla stjórn á leikn­um á upp­haf­smín­út­um fyrri hálfleik og staðan er væn­leg, 17:15.

32. Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir skor­ar fyrsta mark síðari hálfleik af línu og kem­ur Íslandi yfir, 13:12.

30. Leik­ur­inn hef­ur verið járn­um síðustu tíu mín­út­ur. Ef und­an eru skild­ar nokkr­ar mín­út­ur snemma leiks sem voru slak­ar af hálfu ís­lenska liðsins þá hef­ur liðið svo sann­ar­lega leikið frá­bær­lega. Vörn­in hef­ur verið góð, Berg­lind Íris farið á kost­um í mark­inu og varið 13 skot. Sókn­ar­leik­ur­inn hef­ur veirð hreyf­an­leg­ur og hraður og mikið mun betri en gegn Frökk­um í Laug­ar­dals­höll í vik­unni. Aust­ur­ríska liðið hef­ur síðari hálfleik ein­um leik­manni færri
Mörk Íslands: Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir 5/​2, Hanna Guðrún Stef­áns­dótt­ir 2, Kar­en Knúts­dótt­ir 2, Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir 1, Harpa Sif Eyj­ólfs­dótt­ir 1, Rakel Dögg Braga­dótt­ir 1.

20. Síðustu tíu mín­út­ur leiks­ins hafa verið fín­ar hjá ís­lenska liðinu. Það skoraði fjög­ur mörk í röð án þess að aust­ur­ríska liðið næði að svara fyr­ir sig og breytti stöðunni úr 8:4 í 8:8 eft­ir 18 mín­út­ur. Leik­ur­inn er í járn­um. Berg­lind Íris Hans­dótt­ir hef­ur varið vel í mark­inu og eins hef­ur var­arn­leik­ur­inn lengst af verið ágæt­ur. Dóm­ar­arn­ir, sem eru frá Slóvakíu, hafa verið slök­ustu menn vall­ar­ins til þessa. Marg­ir dóm­ar þeirra hafa vakið furðu.

10. Ísland byrjaði leik­inn vel og komst í 3:1 og 4:2, eft­ir rúm­lega fjög­urra mín­útna leik. Í fram­hald­inu komu nokkr­ar slak­ar sókn­ir og mis­heppnuð skot, m.a. ví­tak­ast og nú hef­ur aust­ur­ríska liðið skorað fimm mörk í röð. Aust­ur­ríski markvörður­inn virðist í stuði. Staðan er 7:4. Verið var að vísa Önnu Úrsúlu Guðmunds­dótt­ur af leik­velli í tvær mín­út­ur. Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir var mátu­lega kom­inn inn á ný eft­ir að hafa verið vísað af leik­velli. Júlí­us Jónas­son, landsliðsþjálf­ari, var að taka leik­hlé til að koma skikki á leik ís­lenska liðsins.

2. Íslenska landsliðið byrja vel og skor­ar tvö fyrstu mörk­in eft­ir hraðar sókn­ir.

Aust­ur­ríki verður að vinna með fimm mörk­um hið minnsta til þess að koma í veg fyr­ir að ís­lenska landsliðið fari ekki á EM sem fram fer í Dan­mörku og í Nor­egi í des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert