Alfreð og Aron Evrópumeistarar með Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. AP

Al­freð Gísla­son stýrði þýska meist­araliðinu Kiel til sig­urs í Meist­ara­deild Evr­ópu í hand­knatt­leik í dag þegar það lagði Barcelona, 36:34, í úr­slita­leik í Köln Ar­ena í Þýskalandi. Aron Pálm­ars­son lék með Kiel á köfl­um í leikn­um í dag en náði ekki að skora. Hann er því Evr­ópu­meist­ari á sínu fyrsta ári í at­vinnu­mennsku í hand­knatt­leik.

Þetta er í annað sinn sem Al­freð stýr­ir liði til sig­urs í Meist­ara­deild Evr­ópu en Mag­deburg vann keppn­ina und­ir hans stjórn fyr­ir átta árum. Kiel tapaði í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar á síðasta ári með Al­freð við stjórn­völ­in.

Barcelona var sterk­ara liðið í úr­slita­leikn­um í dag fyrstu 45 mín­út­ur hans. Spán­verj­arn­ir voru þrem­ur mörk­um yfir í á hálfleik og náðu mest sex marka for­skoti þegar rúm­ar 40 mín­út­ur voru liðna af leikn­um, 25:19. Þá stór­batnaði vörn Kiel­ar-liðsins og Frakk­inn Thierry Omeyer hrökk í gang í mark­inu. Þegar tíu  mín­út­ur voru eft­ir var Barceloan marki yfir, 29:28. Tveim­ur mín­út­um síðar var Kiel komið yfir, 30:29, í fyrsta sinn í leikn­um. Eft­ir það hélt Kiel­ar-liðið for­ystu til leiks­loka. 

Fil­ip Jicha var marka­hæst­ur hjá Kiel með 11 mörk.

Árang­ur Kiel er enn at­hygl­is­verðari fyr­ir þær sak­ir að það hvorki Kim And­ers­son né Mom­ir Ilic gátu tekið þátt í leikn­um. Reynd­ar kom Ilic haltrandi til leiks í nokk­ur skipti og tók víta­köst. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert