Enn eitt jafntefli Íslands og Danmerkur

Arnór Atlason ógnar vörn Dana í leiknum í kvöld.
Arnór Atlason ógnar vörn Dana í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Ísland og Danmörk gerðu jafntefli, 33:33, í hörkuspennandi vináttulandsleik karla í handknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Enn einu  sinni skildu frændþjóðirnar jafnar en þær mætast aftur í Höllinni annað kvöld.

Alexander Petersson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, Aron Pálmarsson, sem átti stórleik, skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson 5. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4, Arnór Atlason 3, Vignir Svavarsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 og Oddur Gretarsson 1.

60. Danir í dauðafæri í lokin, Bo Spellerberg, en Björgvin Páll ver frá honum í stöng og út!! Björgvin kastar yfir völlinn. Leik lokið, enn eitt jafnteflið!!!

60. Danir misstu boltann þegar 65 sekúndur voru eftir. Ísland í sókn.

59. Alexander jafnar, 33:33, kemst svo í hraðaupphlaup en skýtur í þverslá. Danir í hraðaupphlaup, Vignir brýtur illa, rekinn af velli. 80 sekúndur eftir og Danir manni fleiri.

58. Aron jafnar, 32:32. Danir svara, 32:33.

57. Mistök, hraðaupphlaup, Danir í 31:32. Ísland tekur leikhlé.

56. Bo Spellerberg jafnar, 31:31

54. Aron með enn eitt markið, 30:29, en Danir jafna, 30:30. Róbert fær víti og Snorri Steinn skorar, 31:30.

51. Aron skorar aftur, nú úr hraðaupphlaupi eftir samvinnu við annan táning, Odd Gretarsson, 29:28. Aron og Alexander með 6 mörk hvor.

50. Aron jafnar með þrumufleyg, 28:28.

48. Góð vörn og Vignir skorar úr hraðaupphlaupi, 27:28. Björgvin Páll aftur í markið og ver. Ísland getur jafnað.

46. Alexander skorar, 25:27, og hreinlega étur boltann af Dönum í næstu sókn þeirra. Slæmur kafli vonandi búinn. Thomas Mogensen fýkur af velli, 2ja mín. brottvísun. Aron skorar í kjölfarið, 26:27.

44. Tveggja marka munur í fyrsta sinn síðan á 20. mínútu, 24:26. Anders Eggert með tvö í röð fyrir Dani.

41. Danir jöfnuðu en þá var röðin komin að Oddi Gretarssyni. Nýkominn inná, sveif innúr vinstra horninu. Danir jafna um hæl, 24:24.

41. Danir jöfnuðu en réðu svo ekkert við Róbert sem reif sig í gegn, 23:22.

39. Bo Spellerberg rekinn útaf í 2 mínútur. Danska vörnin strax opnuð og Róbert vippar snyrtilega yfir markvörðinn, 22:21.

38. Enn í járnum. Danir yfir, Arnór jafnar í 21:21. Jafnt á öllum tölum frá 13:13..! Er enn eitt jafnteflið í uppsiglingu? Nóg eftir enn.

35. Sverre fékk brottvísun í 2 mínútur. Danir yfir á ný, 19:20. Alexander svaraði, kominn með 6 mörk. 20:20.

34. Róbert jafnaði í 18:18 en Danir svöruðu strax. Róbert jafnaði aftur og fiskaði mann útaf í leiðinni. 19:19 og Íslendingar manni  fleiri.

32. Danir skoruðu á undan en Alexander jafnar með sínu 5. marki. Sterkur í skyttustöðunni hægra megin, í stað Ólafs Stefánssonar. Staðan 17:17. Hreiðar Levy kominn í mark Íslands í stað Björgvins.

31. Seinni hálfleikur er hafinn.

HÁLFLEIKUR - hraður og líflegur fyrri hálfleikur og staðan 16:16. Alexander Petersson er með 4 mörk fyrir Ísland, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Aron Pálmarsson 2, Arnór Atlason 2, Sturla Ásgeirsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Hjá Dönum er Mikkel Hansen með 5 mörk.

30. Snorri Steinn jafnar í 16:16 með lúmsku skoti af gólfinu. Síðasta skot Dana klikkar en Ásgeir þarf að skjóta af of löngu færi. Hálfleikur og 16:16.

29. Danir komust yfir, manni færri, 15:16. Mikkel Hansen er búinn að vera afar erfiður í kvöld.

28. Danir yfir, 14:15, en missa mann af velli í 2 mínútur. Liðsmunur nýttur strax og Sturla jafnar í 15:15.

25. Fyrsta brottvísunin, á Aron. Danir fljótir að jafna í 14:14.

24. Loks mark á ný, Snorri Steinn úr vítakasti, 14:13.

22. Björgvin Páll varði sitt sjötta skot. Liðið tapa  boltanum á víxl þessa stundina. Staðan 13:13.

20. Ísland tekur leikhlé. Mikill hraði búinn að vera í leiknum og 25 mörk komin. Staðan 13:12 eftir nokkrar sviptingar í stöðunni 13:11. Alexander markahæstur með 4 mörk.

18. Danir minnkuðu i 12:11 en Alexander svaraði strax, 13:11.

16. Danir jafna í 10:10 en Ásgeir svarar strax. 11:10, og Aron fer síðan í gegn, 12:10.

14. Danir jafna 8:8 og 9:9 en Vignir og Róbert svara um hæl. Staðan 10:9 fyrir Ísland.

12. Danir komust í 6:7 en Aron og Alexander svara og Ísland nær forystuni, 8:7. Hraður og fjörugur leikur til þessa.

10. Arnór og Snorri Steinn úr víti jafna metin í 6:6.

8. Alexander og Sturla svöruðu strax, 4:5, en Mikkel Hansen skoraði með þrumufleyg, 4:6.

6. Eftir 2:2 er staðan skyndilega 2:5. Þrjú hraðaupphlaup Dana og Ísland nær ekki að stilla upp vörn.

4. Alexander jafnar, 1:1, úr hraðaupphlaupi.

3. Mikkel Hansen skoraði fyrsta mark leiksins, 0:1.

2. Arnór, Snorri og Alexander fyrir utan, Róbert á línu, Þórir og Sturla í hornunum. Björgvin v arði fyrsta skot Dana.

1. Leikurinn er hafinn.

19.30 Þjóðsöngvum lokið og liðin eru klár í slaginn.  Gera liðin enn eitt jafnteflið eða verður eitthvað allt annað uppi á teningunum?

19.26 Liðin eru komin inná gólfið. Það er meira í húfi hjá Dönum sem búa sig undir umspilsleiki fyrir HM gegn Svisslendingum. Ísland er þegar komið á HM eins og allir vita eftir að hafa náð bronsinu á EM í Austurríki.

19.22 Aðsóknin í kvöld veldur vonbrigðum, miðað við það að um leik Íslands og Danmerkur er að ræða. Höllinn er varla setin að einum þriðja og örstutt í leik.

Lið Íslands: 1 Björgvin Páll Gústavsson, 16 Hreiðar Levy Guðmundsson, 2 Vignir Svavarsson, 4 Aron Pálmarsson, 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, 7 Arnór Atlason, 8 Þórir Ólafsson, 10 Snorri Steinn Guðjónsson, 14 Sturla Ásgeirsson, 15 Alexander Petersson, 17 Sverre Jakobsson, 18 Róbert Gunnarsson, 21 Oddur Gretarsson, 22 Ólafur A. Guðmundsson, 23 Rúnar Kárason, 25 Kári Kristján Kristjánsson.

Lið Danmerkur: 1 Niklas Landin, 12 Sörenn Rasmussen, 2 Thomas Mogensen, 3 Mads Christiansen, 5 Nikolaj Markussen, 9 Lars Christiansen, 11 Anders Eggert Jensen, 13 Bo Spellerberg, 15 Bo Nöddesbo, 17 Lasse Svan Hansen, 21 Henrik Möllgaard Jensen, 22 Henrik Söndergaard Jensen, 23 Henrik Toft Hansen, 24 Mikkel Hansen.

* Dómarar kvöldsins koma frá Færeyjum. Það eru Andreas Falkvard Hansen og Eyðun L. Samuelsen.

* Í danska liðinu eru fjórir samherjar Alexanders Peterssonar hjá Flensburg í Þýskalandi, þeir Thomas Mogensen, Lars Christiansen, Anders Eggert Jensen og Lasse Svan Hansen.

* Róbert Gunnarsson er leikjahæstur í liði Íslands í dag og leikur sinn 169. landsleik. Snorri Steinn Guðjónsson leikur sinn 162. leik og Vignir Svavarsson sinn 130. landsleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert