Selfoss og Haukar mætast í úrslitum

Leikmenn Selfoss leika í úrvalsdeildinni í handknattleik í vetur eftir …
Leikmenn Selfoss leika í úrvalsdeildinni í handknattleik í vetur eftir að hafa fagnað sigri í 1. deild í vor. mbl.is/Guðmundur Karl

Selfoss og Haukar leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik karla á Selfossi á morgun en bæði lið komust taplaust frá riðlakeppni mótsins sem lauk í kvöld. Selfoss vann FH, 26:25, í lokaumferðinni í hörkuleik.

Í hinum leik kvöldsins lagði Fram lið Vals, 29:25. Framarar mæta HK í leik um þriðja sætið klukkan 14 á morgun en áður kljást Valur og FH um fimmta sætið. Úrslitaleikur Selfoss og Hauka hefst kl. 16. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu á Selfossi. Aðgangur er ókeypis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert